Bókasöfn án fagfólks 12. október 2011 06:00 Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skólans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á literacytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestrar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum. Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafnvarðar? Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fagnám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabókasafns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegnum aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar. Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum. Við sjáum nú dæmi um niðurskurð á þjónustu fagfólks á söfnunum. Þetta er í mörgum tilfellum algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notendur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækkanir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverfur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, sem þjónar bæði spítalanum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafnsfræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdentar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmenntaborg og draga um leið úr þjónustu bókasafna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skólans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á literacytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestrar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum. Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafnvarðar? Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fagnám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabókasafns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegnum aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar. Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum. Við sjáum nú dæmi um niðurskurð á þjónustu fagfólks á söfnunum. Þetta er í mörgum tilfellum algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notendur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækkanir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverfur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, sem þjónar bæði spítalanum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafnsfræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdentar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmenntaborg og draga um leið úr þjónustu bókasafna?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun