Réttarhöldin sögð pólitískar ofsóknir 12. október 2011 00:00 Í réttarsalnum Júlía Tímosjenko talar við fréttamenn áður en Rodion Kirejev dómari hefur lokið lestri dómsorðsins. fréttablaðið/AP Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira