Við færum þér dugnað, gáfur og gæsku 12. október 2011 06:00 Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og m.a. kærði ungur maður formann VR til jafnréttisráðs. Hann vildi ekki una því að vera mismunað, jafnvel ekki í 5 daga af 365 dögum ársins, og ég held að flestar konur skilji afstöðu hans vel. Ég vænti mikils af þessum unga manni í framtíðinni í baráttu fyrir réttlæti og jafnrétti. Greiðvikni, hugvit og blómstrandi æskuMeð herferðinni hefur VR tekist að koma af stað nýjum krafti í umræðu um launamál kynjanna. Ég heyrði af kaffistofuspjalli um daginn þar sem yfirmaður fullyrti við undirmenn að innan deildar þeirra væri launajafnrétti og hann væri þess meðvitaður að mismuna ekki kynjum. Þetta viðhorf er til fyrirmyndar og væri óskandi að fleiri stjórnendur settust yfir launamál starfsmanna sinna og hefðu það markmið að mismuna ekki konum í launum. Ég efast samt ekki um að ef yfirmenn væru spurðir að því hvort þeir mismunuðu starfsfólki sínu í launum eftir kynjum þá myndu flestir svara því neitandi. Samt sitjum við uppi með þennan óútskýrða launamun og veltum fyrir okkur hvað sé til ráða. Ég bæti við tálsýn töfra og vonaÉg skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækkun. Til að fá raunhæfan samanburð á launum í starfsgreinum er hægt að kanna meðallaun á heimasíðu VR. Samkvæmt kjarasamningum eiga launþegar rétt á launaviðtali árlega en launakönnun VR sýndi að þeir sem fara í slíkt viðtal eru að meðaltali með 20.000 króna hærri mánaðarlaun en hinir sem ekki gera það. Sækjum þessar prósentur og losum þjóðfélagið við þennan skammarblett sem kynbundinn launamunur er. Dætur okkar eiga ekki að fá þá arfleifð frá okkar kynslóð að þurfa sætta sig við: „… og talsverðan launamun af því þú ert kona“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og m.a. kærði ungur maður formann VR til jafnréttisráðs. Hann vildi ekki una því að vera mismunað, jafnvel ekki í 5 daga af 365 dögum ársins, og ég held að flestar konur skilji afstöðu hans vel. Ég vænti mikils af þessum unga manni í framtíðinni í baráttu fyrir réttlæti og jafnrétti. Greiðvikni, hugvit og blómstrandi æskuMeð herferðinni hefur VR tekist að koma af stað nýjum krafti í umræðu um launamál kynjanna. Ég heyrði af kaffistofuspjalli um daginn þar sem yfirmaður fullyrti við undirmenn að innan deildar þeirra væri launajafnrétti og hann væri þess meðvitaður að mismuna ekki kynjum. Þetta viðhorf er til fyrirmyndar og væri óskandi að fleiri stjórnendur settust yfir launamál starfsmanna sinna og hefðu það markmið að mismuna ekki konum í launum. Ég efast samt ekki um að ef yfirmenn væru spurðir að því hvort þeir mismunuðu starfsfólki sínu í launum eftir kynjum þá myndu flestir svara því neitandi. Samt sitjum við uppi með þennan óútskýrða launamun og veltum fyrir okkur hvað sé til ráða. Ég bæti við tálsýn töfra og vonaÉg skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækkun. Til að fá raunhæfan samanburð á launum í starfsgreinum er hægt að kanna meðallaun á heimasíðu VR. Samkvæmt kjarasamningum eiga launþegar rétt á launaviðtali árlega en launakönnun VR sýndi að þeir sem fara í slíkt viðtal eru að meðaltali með 20.000 króna hærri mánaðarlaun en hinir sem ekki gera það. Sækjum þessar prósentur og losum þjóðfélagið við þennan skammarblett sem kynbundinn launamunur er. Dætur okkar eiga ekki að fá þá arfleifð frá okkar kynslóð að þurfa sætta sig við: „… og talsverðan launamun af því þú ert kona“.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun