Um 90 manns missa vinnuna 13. október 2011 06:00 Kleppur Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira