Æskudýrkun úthýst og gömlu gildin tóku við 13. október 2011 05:00 REynslan aftur orðin kostur Samkvæmt rannsókn Unu Eyþórsdóttur hefur meðalaldur stjórnenda í íslensku atvinnulífi hækkað eftir hrun. Fréttablaðið/GVA Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira