"Handvömm“ - Heyr á endemi! 14. október 2011 06:00 Í grein sem formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., Svanhildur Kaaber, skrifaði í Fréttablaðið 28. september sagði hún það „handvömm" að heiti Ríkisútvarpsins væri ekki að finna í vefsímaskránni ja.is. Þegar heiti Ríkisútvarpsins var slegið inn var niðurstaðan: Ekkert fannst. Nú er búið að lagfæra þetta. Sé leitað undir heiti Ríkisútvarpsins kemur á skjáinn eitt símanúmer og: Ríkisútvarpið ohf. – sjá RÚV! Þetta er auðvitað framför! Orðabókin segir að handvömm sé glapræði, vanræksla, klaufaskapur eða léleg smíði. Það er afsökunin fyrir því að nafn Ríkisútvarpsins var ekki að finna á ja.is. En er þetta satt? Er þetta handvömm eða er þetta skýr og einbeittur ásetningur; liður í því að bannfæra heitið Ríkisútvarp eins og stjórnendur Ríkisútvarpsins vinna nú markvisst að. Eftir þessi skrif var Molaskrifara bent á að í prentaðri símaskrá ársins 2011 er nafn Ríkisútvarpsins heldur ekki að finna. Er það líka handvömm? Þar er bara RÚV. Handvömm, heyr á endemi! Nöfnum er ekki breytt í símaskrá nema um það sé beðið. Ritstjórar símaskrár taka það ekki upp hjá sjálfum sér. Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa beðið um að nafn Ríkisútvarpsins væri fjarlægt úr símaskránni. Öðrum kosti hefði það ekki verið gert. Hér var engin handvömm á ferðinni heldur einbeittur brotavilji stjórnenda sem vilja gera heiti stofnunarinnar, Ríkisútvarpið, útlægt og banna notkun þess. Það hefur enginn gefið þeim leyfi til þess og til þess voru þeir ekki ráðnir. Hvernig væri að ráðherrar sem hafa með Ríkisútvarpið að gera gefi yfirmönnum í Efstaleiti orð í eyra fyrir að misbeita valdi sínu og fyrir atlögu að þessari rúmlega áttræðu stofnun, Ríkisútvarpinu. Þetta fólk var ekki ráðið til að eyðileggja hið góða nafn Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., Svanhildur Kaaber, skrifaði í Fréttablaðið 28. september sagði hún það „handvömm" að heiti Ríkisútvarpsins væri ekki að finna í vefsímaskránni ja.is. Þegar heiti Ríkisútvarpsins var slegið inn var niðurstaðan: Ekkert fannst. Nú er búið að lagfæra þetta. Sé leitað undir heiti Ríkisútvarpsins kemur á skjáinn eitt símanúmer og: Ríkisútvarpið ohf. – sjá RÚV! Þetta er auðvitað framför! Orðabókin segir að handvömm sé glapræði, vanræksla, klaufaskapur eða léleg smíði. Það er afsökunin fyrir því að nafn Ríkisútvarpsins var ekki að finna á ja.is. En er þetta satt? Er þetta handvömm eða er þetta skýr og einbeittur ásetningur; liður í því að bannfæra heitið Ríkisútvarp eins og stjórnendur Ríkisútvarpsins vinna nú markvisst að. Eftir þessi skrif var Molaskrifara bent á að í prentaðri símaskrá ársins 2011 er nafn Ríkisútvarpsins heldur ekki að finna. Er það líka handvömm? Þar er bara RÚV. Handvömm, heyr á endemi! Nöfnum er ekki breytt í símaskrá nema um það sé beðið. Ritstjórar símaskrár taka það ekki upp hjá sjálfum sér. Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa beðið um að nafn Ríkisútvarpsins væri fjarlægt úr símaskránni. Öðrum kosti hefði það ekki verið gert. Hér var engin handvömm á ferðinni heldur einbeittur brotavilji stjórnenda sem vilja gera heiti stofnunarinnar, Ríkisútvarpið, útlægt og banna notkun þess. Það hefur enginn gefið þeim leyfi til þess og til þess voru þeir ekki ráðnir. Hvernig væri að ráðherrar sem hafa með Ríkisútvarpið að gera gefi yfirmönnum í Efstaleiti orð í eyra fyrir að misbeita valdi sínu og fyrir atlögu að þessari rúmlega áttræðu stofnun, Ríkisútvarpinu. Þetta fólk var ekki ráðið til að eyðileggja hið góða nafn Ríkisútvarpsins.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar