Rolex telur ránið stórt á alþjóðavísu 20. október 2011 07:15 Frank Michelsen í versluninni skömmu eftir að ráðist var þar inn. Engin fingraför hafa fundist og mennirnir þekkjast ekki í öryggismyndavélum. fréttablaðið/vilhelm Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. Lögregla hefur ekki fundið neinar vísbendingar um að skoti hafi verið hleypt af þegar þrír menn ruddust inn í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum á mánudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lögregla hefur undir höndum myndir af ræningjunum þar sem þeir voru að athafna sig í versluninni, en þekkir þá ekki. Í gær var því ekki vitað hverjir voru þarna að verki, hverrar þjóðar þeir eru, né hvort þeir hafa komist af landi brott eftir ránið. Þá hefur ekki fundist tangur né tetur af þýfinu. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt. Í bílnum sem mennirnir flúðu á af ránsstað og skildu eftir við Smáragötu voru tvær leikfangabyssur sem þeir notuðu til að ógna fólki í versluninni. Engin fingraför hafa fundist á byssunum, enda voru þeir með hanska, grímur og hettur þegar þeir ruddust inn og þrifu með sér úrin úr tveimur sýningarskápum þar. Myndbandsupptaka úr versluninni sýnir að mennirnir voru örsnöggir að athafna sig og héldu starfsfólkinu í skefjum með leikfangabyssunum, brutu skápana og sópuðu út úr þeim. Lögreglan hefur lýst eftir manni í rauðri úlpu sem upptaka úr öryggismyndavél sýndi að var að sniglast fyrir utan verslunina morguninn sem ránið var framið. Upplýsingar sem almenningur hefur veitt hafa ekki leitt til þess að kennsl hafi verið borin á hann. Af fjórum bílum sem stolið var á höfuðborgarsvæðinu helgina áður en ránið var framið eru þrír komnir í leitirnar. Talið er að einn bílanna hafi ræningjarnir notað til að komast á ránsstað og til að flýja burt eftir verknaðinn. Sá bíll fannst við Smáragötu og þar hverfur slóð ræningjanna. Stolinn bíll sem skilinn var eftir í gangi við Vegamótastíg er jafnvel talinn tengjast málinu, en þó er það ekki fullvíst. jss@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. Lögregla hefur ekki fundið neinar vísbendingar um að skoti hafi verið hleypt af þegar þrír menn ruddust inn í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum á mánudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lögregla hefur undir höndum myndir af ræningjunum þar sem þeir voru að athafna sig í versluninni, en þekkir þá ekki. Í gær var því ekki vitað hverjir voru þarna að verki, hverrar þjóðar þeir eru, né hvort þeir hafa komist af landi brott eftir ránið. Þá hefur ekki fundist tangur né tetur af þýfinu. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt. Í bílnum sem mennirnir flúðu á af ránsstað og skildu eftir við Smáragötu voru tvær leikfangabyssur sem þeir notuðu til að ógna fólki í versluninni. Engin fingraför hafa fundist á byssunum, enda voru þeir með hanska, grímur og hettur þegar þeir ruddust inn og þrifu með sér úrin úr tveimur sýningarskápum þar. Myndbandsupptaka úr versluninni sýnir að mennirnir voru örsnöggir að athafna sig og héldu starfsfólkinu í skefjum með leikfangabyssunum, brutu skápana og sópuðu út úr þeim. Lögreglan hefur lýst eftir manni í rauðri úlpu sem upptaka úr öryggismyndavél sýndi að var að sniglast fyrir utan verslunina morguninn sem ránið var framið. Upplýsingar sem almenningur hefur veitt hafa ekki leitt til þess að kennsl hafi verið borin á hann. Af fjórum bílum sem stolið var á höfuðborgarsvæðinu helgina áður en ránið var framið eru þrír komnir í leitirnar. Talið er að einn bílanna hafi ræningjarnir notað til að komast á ránsstað og til að flýja burt eftir verknaðinn. Sá bíll fannst við Smáragötu og þar hverfur slóð ræningjanna. Stolinn bíll sem skilinn var eftir í gangi við Vegamótastíg er jafnvel talinn tengjast málinu, en þó er það ekki fullvíst. jss@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira