Blóðrauðir reikningar SS? Þórólfur Matthíasson skrifar 20. október 2011 06:00 Beinn og óbeinn ávinningur Sláturfélags Suðurlands (SS) af útflutningi dilkakjöts og ærkjöts hefur verið til umræðu undanfarið í framhaldi af fréttum um kjötskort og mikinn útflutning kindakjöts. Skorað hefur verið á forsvarsmenn félagsins að leggja fram upplýsingar um skilaverð í útflutningi. Forstjóri félagsins skrifar grein í Fréttablaðið laugardaginn 15. október 2011 og leggur sem fyrr fram meðaltalstölu fengna úr útflutningstölfræði Hagstofu Íslands og neitar að gefa upp hverjar hinar raunverulegu tölur eru. Verður því að ganga út frá að árið 2010 hafi skilaverð útflutts kindakjöts hjá SS verið 616 krónur á kíló. Verð til bændaSS greiddi bændum fyrir innlagt kjöt samkvæmt verðskrá sem inniheldur 35 verðflokka. Verðið á innlögðu kjöti breytist viku fyrir viku í sláturtíðinni. Það eru 245 færslur í verðskránni. Algengasta verð til bænda virðist hafa verið á bilinu 350 til 500 krónur á kíló árið 2010. Í grein í Bændablaðinu upplýsir forstjóri SS að meðalverð afurðastöðva til bænda hafi verið 393 krónur árið 2010. Slátur-, geymslu- og umsýslukostnaðurÍ ársreikningi SS er, þó undarlegt megi sýnast, ekki að finna sundurliðaða afkomu rekstrar eftir vinnsludeildum. Því verða ekki dregnar ályktanir um sláturkostnað á kíló af sauðfjárafurðum með því að skoða þá heimild. Tvennt má styðjast við. Í fyrsta lagi kemur fram í ársreikningnum að rekstrarkostnaður er um 80% af kostnaðarverði seldra vara. Sé þeirri meðaltalsreglu beitt á kindakjötið ætti sláturkostnaður, frysting, geymsla, sala, vinnsla, fjárbinding og annar sameiginlegur kostnaður að nema 314 krónum á kíló. Í öðru lagi má ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22. júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heimtöku sláturafurða hafi numið 2.850 krónum á dilk fyrir árið 2010. Það jafngildir því að sláturkostnaður án kostnaðar vegna geymslu, sölu, fjárbindingar og annars sameiginlegs kostnaðar hafi numið ríflega 175 krónum á kíló. Að kostnaður fyrir geymslu, sölu, fjárbindingar og annarra sameiginlegra kostnaðarliða hafi verið um 140 krónur má þykja sennilegt. Tekjur og gjöldÚtflutningsdæmið lítur þá þannig út: Kostnaður bónda við að framleiða hvert kíló af kindakjöti var um 600 krónur árið 2010 ef launakostnaður er ekki talinn með en um 900 krónur sé launakostnaður meðtalinn. Afurðastöðin greiddi bónda 350 til 500 krónur upp í þennan kostnað. Allur launakostnaður og hluti aðfangakostnaðar samtals um 400 til 550 krónur á kíló féll á skattgreiðendur gegnum beingreiðslur. Kjötið sem afurðastöðin keypti á 393 krónur að meðaltali fór ýmist á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Útflutt kjöt skilaði afurðastöðinni 616 krónum á kíló en kostnaður afurðastöðvarinnar var annars vegar þær 393 krónur sem bóndinn fékk og hins vegar slátur og umsýslukostnaður upp á 314 krónur á kíló. Beint reikningslegt tap afurðastöðvar á hvert útflutt kíló kindakjöts árið 2010 nam því 94 krónum. Tapi snúið í hagnað á kostnað neytendaHvers vegna flytja afurðastöðvar kjöt út þó þær tapi 100 krónum á hvert kíló? Ástæðan er einföld. Með því að takmarka framboð á kjötmarkaði innanlands hækkar verð sem pína má út úr innlendum neytendum. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neytenda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til útflutnings með 100 krónu tapi á hvert útflutt kíló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Beinn og óbeinn ávinningur Sláturfélags Suðurlands (SS) af útflutningi dilkakjöts og ærkjöts hefur verið til umræðu undanfarið í framhaldi af fréttum um kjötskort og mikinn útflutning kindakjöts. Skorað hefur verið á forsvarsmenn félagsins að leggja fram upplýsingar um skilaverð í útflutningi. Forstjóri félagsins skrifar grein í Fréttablaðið laugardaginn 15. október 2011 og leggur sem fyrr fram meðaltalstölu fengna úr útflutningstölfræði Hagstofu Íslands og neitar að gefa upp hverjar hinar raunverulegu tölur eru. Verður því að ganga út frá að árið 2010 hafi skilaverð útflutts kindakjöts hjá SS verið 616 krónur á kíló. Verð til bændaSS greiddi bændum fyrir innlagt kjöt samkvæmt verðskrá sem inniheldur 35 verðflokka. Verðið á innlögðu kjöti breytist viku fyrir viku í sláturtíðinni. Það eru 245 færslur í verðskránni. Algengasta verð til bænda virðist hafa verið á bilinu 350 til 500 krónur á kíló árið 2010. Í grein í Bændablaðinu upplýsir forstjóri SS að meðalverð afurðastöðva til bænda hafi verið 393 krónur árið 2010. Slátur-, geymslu- og umsýslukostnaðurÍ ársreikningi SS er, þó undarlegt megi sýnast, ekki að finna sundurliðaða afkomu rekstrar eftir vinnsludeildum. Því verða ekki dregnar ályktanir um sláturkostnað á kíló af sauðfjárafurðum með því að skoða þá heimild. Tvennt má styðjast við. Í fyrsta lagi kemur fram í ársreikningnum að rekstrarkostnaður er um 80% af kostnaðarverði seldra vara. Sé þeirri meðaltalsreglu beitt á kindakjötið ætti sláturkostnaður, frysting, geymsla, sala, vinnsla, fjárbinding og annar sameiginlegur kostnaður að nema 314 krónum á kíló. Í öðru lagi má ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22. júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heimtöku sláturafurða hafi numið 2.850 krónum á dilk fyrir árið 2010. Það jafngildir því að sláturkostnaður án kostnaðar vegna geymslu, sölu, fjárbindingar og annars sameiginlegs kostnaðar hafi numið ríflega 175 krónum á kíló. Að kostnaður fyrir geymslu, sölu, fjárbindingar og annarra sameiginlegra kostnaðarliða hafi verið um 140 krónur má þykja sennilegt. Tekjur og gjöldÚtflutningsdæmið lítur þá þannig út: Kostnaður bónda við að framleiða hvert kíló af kindakjöti var um 600 krónur árið 2010 ef launakostnaður er ekki talinn með en um 900 krónur sé launakostnaður meðtalinn. Afurðastöðin greiddi bónda 350 til 500 krónur upp í þennan kostnað. Allur launakostnaður og hluti aðfangakostnaðar samtals um 400 til 550 krónur á kíló féll á skattgreiðendur gegnum beingreiðslur. Kjötið sem afurðastöðin keypti á 393 krónur að meðaltali fór ýmist á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Útflutt kjöt skilaði afurðastöðinni 616 krónum á kíló en kostnaður afurðastöðvarinnar var annars vegar þær 393 krónur sem bóndinn fékk og hins vegar slátur og umsýslukostnaður upp á 314 krónur á kíló. Beint reikningslegt tap afurðastöðvar á hvert útflutt kíló kindakjöts árið 2010 nam því 94 krónum. Tapi snúið í hagnað á kostnað neytendaHvers vegna flytja afurðastöðvar kjöt út þó þær tapi 100 krónum á hvert kíló? Ástæðan er einföld. Með því að takmarka framboð á kjötmarkaði innanlands hækkar verð sem pína má út úr innlendum neytendum. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neytenda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til útflutnings með 100 krónu tapi á hvert útflutt kíló.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun