Flæðir yfir hálendið og friðlýstar perlur 25. október 2011 05:30 Útbreiðslukort lúpínu Í skýrslu lúpínunefndarinnar er útbreiðslan sýnd í 10x10 kílómetra reitum árin 2009 og 2010, eftir endurmat. Myndin sýnir að landnám jurtarinnar nær til alls landsins í meiri eða minni mæli. Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu. Notkun framandi jurtategunda er bönnuð á Íslandi ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Skráning á útbreiðslu þeirra sýnir hins vegar að lúpínu er að finna á 43 reitum á hálendinu sem hver um sig eru 500 sinnum 500 metrar að stærð. Samsvarandi tölur fyrir friðlýst svæði í landinu eru 118 reitir og hraun frá sögulegum tíma 120 reitir. Notkun framandi tegunda er bönnuð á öllum þessum svæðum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, segir að ef ekki verði brugðist við án tafar sé ljóst að umfang vandans verði meira en ráðið verði við. Hann starfar í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem undirbýr aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínunnar. Nefndin, sem kemur saman á morgun, skilaði umfangsmikilli skýrslu til ráðherra í apríl í fyrra. Þá var boðað að ráðist yrði gegn útbreiðslu lúpínu með skipulögðum hætti. „Forgangurinn er á hálendið núna,“ segir Jón Gunnar spurður um áherslur nefndarinnar. Jón Gunnar segir það talið víst að útbreiðslan sé miklum mun meiri en skráning svæða segir til um, eins og kemur jafnframt fram í nýútkominni Hvítbók um náttúruvernd, þar sem sérstaklega er fjallað um lúpínuna sem aðsteðjandi hættu í náttúru Íslands. Nú er svo komið að lúpína vex víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hefur útbreiðsla hennar stóraukist eftir 1990 en hún var upphaflega flutt hingað til lands um aldamótin 1900. Í skýrslu lúpínunefndarinnar segir að það sé brýnt að lágmarka það tjón sem lúpína, og aðrar óæskilegar tegundir, hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Hins vegar verður lúpínan áfram mikilvæg jurt í landgræðslu og forræktun fyrir skógrækt á rýrum svæðum enda þekkt að lúpína hefur verið notuð mikið til landgræðslu og vegna skógræktar með góðum árangri. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu. Notkun framandi jurtategunda er bönnuð á Íslandi ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Skráning á útbreiðslu þeirra sýnir hins vegar að lúpínu er að finna á 43 reitum á hálendinu sem hver um sig eru 500 sinnum 500 metrar að stærð. Samsvarandi tölur fyrir friðlýst svæði í landinu eru 118 reitir og hraun frá sögulegum tíma 120 reitir. Notkun framandi tegunda er bönnuð á öllum þessum svæðum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, segir að ef ekki verði brugðist við án tafar sé ljóst að umfang vandans verði meira en ráðið verði við. Hann starfar í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem undirbýr aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínunnar. Nefndin, sem kemur saman á morgun, skilaði umfangsmikilli skýrslu til ráðherra í apríl í fyrra. Þá var boðað að ráðist yrði gegn útbreiðslu lúpínu með skipulögðum hætti. „Forgangurinn er á hálendið núna,“ segir Jón Gunnar spurður um áherslur nefndarinnar. Jón Gunnar segir það talið víst að útbreiðslan sé miklum mun meiri en skráning svæða segir til um, eins og kemur jafnframt fram í nýútkominni Hvítbók um náttúruvernd, þar sem sérstaklega er fjallað um lúpínuna sem aðsteðjandi hættu í náttúru Íslands. Nú er svo komið að lúpína vex víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hefur útbreiðsla hennar stóraukist eftir 1990 en hún var upphaflega flutt hingað til lands um aldamótin 1900. Í skýrslu lúpínunefndarinnar segir að það sé brýnt að lágmarka það tjón sem lúpína, og aðrar óæskilegar tegundir, hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Hins vegar verður lúpínan áfram mikilvæg jurt í landgræðslu og forræktun fyrir skógrækt á rýrum svæðum enda þekkt að lúpína hefur verið notuð mikið til landgræðslu og vegna skógræktar með góðum árangri. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira