Vistvænni byggð! Sigríður Björk Jónsdóttir skrifar 25. október 2011 06:00 Undanfarin ár hefur skilningur á mikilvægi þess að lágmarka skaðleg áhrif á umhverfi okkar aukist til muna. Ástæður þess eru meðal annars áhrif alþjóðlegra samninga, viðmiða og reglugerða á markaðsumhverfið ásamt öflugu rannsóknarstarfi á vegum menntastofnana og ýmissa opinberra aðila á heimsvísu. Þessar áherslur endurspeglast nú í almennum stefnumiðum íslenskra stjórnvalda eins og nýjum mannvirkja- og skipulagslögum. Fyrirtæki á markaði hafa einnig áttað sig á mikilvægi þess að þau marki sér umhverfisstefnu sem samræmist alþjóðlegum viðmiðum. Til þess að ýta undir þessa þróun hérlendis tóku nokkrir aðilar sig saman vorið 2009 í þeim tilgangi að stofna vettvang til þess að vinna að eflingu vistvænna hátta í byggingariðnaði, en mannvirkjageirinn er talinn standa undir rúmlega 40% af kolefnismengun í Evrópu. Af hverju Vistbyggðarráð?Vistbyggðarráð var stofnað hérlendis í febrúar 2010 en það er samráðsvettvangur rúmlega 30 fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana í mannvirkjageiranum sem eiga það sameiginlegt að stefna að aukinni útbreiðslu á vistvænum byggingaraðferðum og skipulagi. Megintilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Það er jafnframt hlutverk Vistbyggðarráðs að vera stefnumótandi og leiða umræðuna um vistvænar aðferðir og áherslur í samræmi við alþjóðleg viðmið um sjálfbæra þróun almennt. Þetta gerir Vistbyggðarráð m.a. með því að halda úti vefsíðu, starfrækja vinnuhópa um afmörkuð málefni, halda opna fundi og árlega ráðstefnu og taka þátt í ýmiss konar samstarfi. Í nágrannalöndum okkar hafa sambærileg vistbyggðarráð (Green Building Councils) verið stofnuð á síðastliðnum 2 árum. Vistbyggðarráð á Íslandi hefur frá stofnun verið í góðu sambandi við norrænu ráðin þar sem einkum er verið að horfa til samvinnu varðandi rannsóknir og þróun ýmissa vottunarkerfa og viðmiða fyrir byggingar og skipulag. Rannsóknir og staðbundnar aðstæðurÞað er afar mikilvægt að samnýta þá reynslu og þekkingu sem til staðar er víða í heiminum í dag, en um leið að laga aðferðir og erlend viðmið að þeim aðstæðum sem við búum við hér á landi. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að styrkja frekari rannsóknir í mannvirkjagerð og hönnun með sérstakri áherslu á staðbundnar aðstæður. Það er vonandi að Vistbyggðarráð geti í samvinnu við ýmsa opinbera aðila unnið að slíkum grunnrannsóknum. Mikilvægt er til dæmis að skoða betur orkunýtni í rekstri mannvirkja hérlendis, en hingað til hefur hvati til slíkra rannsókna ekki verið til staðar sökum aðgengis að vistvænni og ódýrri orku. Rannsóknir byggðar á mælingum á orkunotkun bygginga í nágrannalöndunum hafa sýnt að með því að fylgja vistvænum viðmiðum við bæði hönnun og rekstur bygginga er hægt að ná kostnaði við húshitun niður um allt að 60-80% strax á hönnunarstigi. Staðan hér á landi er þó nokkuð önnur þar sem kostnaður við húshitun er enn talsvert lægri eins og staðan er í dag. Efnahagslegir hvatar eru því sannarlega ekki jafn sterkir, en engu að síður hlýtur þetta að geta skipt miklu máli fyrir rekstur opinberra bygginga jafnvel þótt orkunotkun lækki ekki nema um 10-12% með sértækum aðgerðum. Vistvæn sóknarfæriFyrir okkur Íslendinga felast mikil tækifæri á þessu sviði eins og fram kemur í nýrri skýrslu þingnefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi sem kom út fyrir stuttu. Nú þegar hafa nokkrar byggingar hérlendis annað hvort hlotið umhverfisvottun eða eru í umhverfisvottunarferli, en þar má meðal annarra nefna hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði. Við erum að horfa á jákvæða þróun í þessa átt bæði hjá opinberum framkvæmdaaðilum eins og Framkvæmdasýslu ríkisins en ekki síður í einkageiranum. En við þurfum að gera gott betur og gera ákveðnar og skilgreindar kröfur um vistvænni lausnir og innleiða þannig nýjan hugsunarhátt í tengslum við framkvæmdir og rekstur mannvirkja hér á landi. Sú staðreynd að við erum svo lánsöm að hafa vistvæna orkugjafa til húshitunar gefur okkur mikilvægt forskot sem við verðum að nýta vel, ekki einungis í þeim tilgangi að uppfylla alþjóðleg viðmið um vistvænar áherslur heldur ekki síður til þess að efla íslenskan iðnað og rannsóknarstarf á sviði byggingariðnaðar. Nú er tækifærið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur skilningur á mikilvægi þess að lágmarka skaðleg áhrif á umhverfi okkar aukist til muna. Ástæður þess eru meðal annars áhrif alþjóðlegra samninga, viðmiða og reglugerða á markaðsumhverfið ásamt öflugu rannsóknarstarfi á vegum menntastofnana og ýmissa opinberra aðila á heimsvísu. Þessar áherslur endurspeglast nú í almennum stefnumiðum íslenskra stjórnvalda eins og nýjum mannvirkja- og skipulagslögum. Fyrirtæki á markaði hafa einnig áttað sig á mikilvægi þess að þau marki sér umhverfisstefnu sem samræmist alþjóðlegum viðmiðum. Til þess að ýta undir þessa þróun hérlendis tóku nokkrir aðilar sig saman vorið 2009 í þeim tilgangi að stofna vettvang til þess að vinna að eflingu vistvænna hátta í byggingariðnaði, en mannvirkjageirinn er talinn standa undir rúmlega 40% af kolefnismengun í Evrópu. Af hverju Vistbyggðarráð?Vistbyggðarráð var stofnað hérlendis í febrúar 2010 en það er samráðsvettvangur rúmlega 30 fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana í mannvirkjageiranum sem eiga það sameiginlegt að stefna að aukinni útbreiðslu á vistvænum byggingaraðferðum og skipulagi. Megintilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Það er jafnframt hlutverk Vistbyggðarráðs að vera stefnumótandi og leiða umræðuna um vistvænar aðferðir og áherslur í samræmi við alþjóðleg viðmið um sjálfbæra þróun almennt. Þetta gerir Vistbyggðarráð m.a. með því að halda úti vefsíðu, starfrækja vinnuhópa um afmörkuð málefni, halda opna fundi og árlega ráðstefnu og taka þátt í ýmiss konar samstarfi. Í nágrannalöndum okkar hafa sambærileg vistbyggðarráð (Green Building Councils) verið stofnuð á síðastliðnum 2 árum. Vistbyggðarráð á Íslandi hefur frá stofnun verið í góðu sambandi við norrænu ráðin þar sem einkum er verið að horfa til samvinnu varðandi rannsóknir og þróun ýmissa vottunarkerfa og viðmiða fyrir byggingar og skipulag. Rannsóknir og staðbundnar aðstæðurÞað er afar mikilvægt að samnýta þá reynslu og þekkingu sem til staðar er víða í heiminum í dag, en um leið að laga aðferðir og erlend viðmið að þeim aðstæðum sem við búum við hér á landi. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að styrkja frekari rannsóknir í mannvirkjagerð og hönnun með sérstakri áherslu á staðbundnar aðstæður. Það er vonandi að Vistbyggðarráð geti í samvinnu við ýmsa opinbera aðila unnið að slíkum grunnrannsóknum. Mikilvægt er til dæmis að skoða betur orkunýtni í rekstri mannvirkja hérlendis, en hingað til hefur hvati til slíkra rannsókna ekki verið til staðar sökum aðgengis að vistvænni og ódýrri orku. Rannsóknir byggðar á mælingum á orkunotkun bygginga í nágrannalöndunum hafa sýnt að með því að fylgja vistvænum viðmiðum við bæði hönnun og rekstur bygginga er hægt að ná kostnaði við húshitun niður um allt að 60-80% strax á hönnunarstigi. Staðan hér á landi er þó nokkuð önnur þar sem kostnaður við húshitun er enn talsvert lægri eins og staðan er í dag. Efnahagslegir hvatar eru því sannarlega ekki jafn sterkir, en engu að síður hlýtur þetta að geta skipt miklu máli fyrir rekstur opinberra bygginga jafnvel þótt orkunotkun lækki ekki nema um 10-12% með sértækum aðgerðum. Vistvæn sóknarfæriFyrir okkur Íslendinga felast mikil tækifæri á þessu sviði eins og fram kemur í nýrri skýrslu þingnefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi sem kom út fyrir stuttu. Nú þegar hafa nokkrar byggingar hérlendis annað hvort hlotið umhverfisvottun eða eru í umhverfisvottunarferli, en þar má meðal annarra nefna hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði. Við erum að horfa á jákvæða þróun í þessa átt bæði hjá opinberum framkvæmdaaðilum eins og Framkvæmdasýslu ríkisins en ekki síður í einkageiranum. En við þurfum að gera gott betur og gera ákveðnar og skilgreindar kröfur um vistvænni lausnir og innleiða þannig nýjan hugsunarhátt í tengslum við framkvæmdir og rekstur mannvirkja hér á landi. Sú staðreynd að við erum svo lánsöm að hafa vistvæna orkugjafa til húshitunar gefur okkur mikilvægt forskot sem við verðum að nýta vel, ekki einungis í þeim tilgangi að uppfylla alþjóðleg viðmið um vistvænar áherslur heldur ekki síður til þess að efla íslenskan iðnað og rannsóknarstarf á sviði byggingariðnaðar. Nú er tækifærið.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun