Að loknu Umhverfisþingi Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. október 2011 06:00 Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið misjafnir. Stundum erum við sérstaklega heppin og höfum ríka ástæðu til að fagna góðu dagsverki. Nýlega átti ég slíkan dag, ásamt ríflega 300 öðrum náttúruverndarsinnum, þegar Umhverfisþing var haldið í sjöunda sinn. Yfirskrift Umhverfisþings að þessu sinni var náttúruvernd en í forgrunni umræðunnar var Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem kom út í haust og er til umsagnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bókinni er ætlað að vera grundvöllur heildarendurskoðunar á íslenskri löggjöf um náttúruvernd. Er þar tekið saman yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og í nágrannaríkjunum, til að hægt sé að hafa sem mesta þekkingu tiltæka við lagasmíðina. Hvítbókin sjálf er hins vegar fjarri því endimark stefnumótunarvinnunnar. Á hinn bóginn er Hvítbókin góður grundvöllur umræðu. Slík umræða átti sér m.a. stað á Umhverfisþingi og þarf að halda áfram því íslensk náttúra snertir okkur öll sem byggjum þetta land, bæði nú og í framtíðinni. Á þinginu var enda áberandi samhljómur fundarmanna um mikilvægi þess að hafa samráð og kynningu á Hvítbókinni fyrir almenning svo hann hafi raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á endurskoðun löggjafarinnar. Hvítbókin hefur þegar fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla en að auki hyggst umhverfisráðuneytið standa fyrir almennum kynningarfundum á efni hennar á næstu vikum. Þá er Hvítbókin sjálf og umfjöllun um hana aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, þar sem einnig eru leiðbeiningar um hvar skila skuli umsögnum og athugasemdum um hana. Allt er þetta gert til að stuðla að samráði um framhaldið en til að niðurstöður samráðsins séu sem bestar þarf að tryggja að öflug og góð skoðanaskipti eigi sér sem víðast stað. Þau verða að felast í því að aðilar setji fram ólík sjónarmið og hlusti á hin gagnstæðu. Ég vil því hvetja sem flesta til að kynna sér efni Hvítbókarinnar og mynda sér skoðun, allt eftir áhugasviði og þekkingu hvers og eins. Ekki er gerð krafa um að vera sérfræðimenntaður til að hafa skoðun á náttúruverndarmálum og það er ekki skylda að lesa Hvítbókina spjaldanna á milli til að hafa álit á henni. Heildarendurskoðun náttúruverndarlaga er mikilvægt verkefni, sem er ekki einkamál okkar í umhverfisráðuneytinu eða fyrir fram skilgreindra hagsmunaaðila. Til að vel takist til verður allt samfélagið að koma að verkinu. Áhugasamir eru því hvattir til að fjölmenna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 15. desember og leggja sínar hugmyndir í púkkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið misjafnir. Stundum erum við sérstaklega heppin og höfum ríka ástæðu til að fagna góðu dagsverki. Nýlega átti ég slíkan dag, ásamt ríflega 300 öðrum náttúruverndarsinnum, þegar Umhverfisþing var haldið í sjöunda sinn. Yfirskrift Umhverfisþings að þessu sinni var náttúruvernd en í forgrunni umræðunnar var Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem kom út í haust og er til umsagnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bókinni er ætlað að vera grundvöllur heildarendurskoðunar á íslenskri löggjöf um náttúruvernd. Er þar tekið saman yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og í nágrannaríkjunum, til að hægt sé að hafa sem mesta þekkingu tiltæka við lagasmíðina. Hvítbókin sjálf er hins vegar fjarri því endimark stefnumótunarvinnunnar. Á hinn bóginn er Hvítbókin góður grundvöllur umræðu. Slík umræða átti sér m.a. stað á Umhverfisþingi og þarf að halda áfram því íslensk náttúra snertir okkur öll sem byggjum þetta land, bæði nú og í framtíðinni. Á þinginu var enda áberandi samhljómur fundarmanna um mikilvægi þess að hafa samráð og kynningu á Hvítbókinni fyrir almenning svo hann hafi raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á endurskoðun löggjafarinnar. Hvítbókin hefur þegar fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla en að auki hyggst umhverfisráðuneytið standa fyrir almennum kynningarfundum á efni hennar á næstu vikum. Þá er Hvítbókin sjálf og umfjöllun um hana aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, þar sem einnig eru leiðbeiningar um hvar skila skuli umsögnum og athugasemdum um hana. Allt er þetta gert til að stuðla að samráði um framhaldið en til að niðurstöður samráðsins séu sem bestar þarf að tryggja að öflug og góð skoðanaskipti eigi sér sem víðast stað. Þau verða að felast í því að aðilar setji fram ólík sjónarmið og hlusti á hin gagnstæðu. Ég vil því hvetja sem flesta til að kynna sér efni Hvítbókarinnar og mynda sér skoðun, allt eftir áhugasviði og þekkingu hvers og eins. Ekki er gerð krafa um að vera sérfræðimenntaður til að hafa skoðun á náttúruverndarmálum og það er ekki skylda að lesa Hvítbókina spjaldanna á milli til að hafa álit á henni. Heildarendurskoðun náttúruverndarlaga er mikilvægt verkefni, sem er ekki einkamál okkar í umhverfisráðuneytinu eða fyrir fram skilgreindra hagsmunaaðila. Til að vel takist til verður allt samfélagið að koma að verkinu. Áhugasamir eru því hvattir til að fjölmenna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 15. desember og leggja sínar hugmyndir í púkkið.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun