Þremur af hverjum fjórum ungum Svíum finnst að konur ættu ekki að gefa börnum brjóst á veitingastöðum, börum eða í almenningsvögnum.
Þetta kemur fram í könnun sem var gerð meðal Svía á aldrinum 18 til 22 ára.
„Mæðrum finnst eins og þær þurfi að velja milli þess að taka þátt í hversdagslífinu eða vera með börn á brjósti,“ segir talskona stuðningshóps um brjóstagjöf. Þá óttast sérfræðingar að breytingar á viðhorfi til brjóstagjafar verði til þess að konur velji í auknum mæli að gefa ekki brjóst.
„Það væru afleiðingarnar segi samfélagið að brjóstagjöf á almannafæri sé óeðlileg.“ - þeb

