Heilindi og gagnsæi gefa norrænu samstarfi byr í seglin 29. október 2011 06:00 Hryðjuverkin í Ósló og á Útey á liðnu sumri reyndu á opin samfélög Norðurlanda. Viðbrögð þjóðanna og samhugur þeirra með Norðmönnum báru vott um ósvikin heilindi þeirra – og samkennd. Þegar framin eru hryðjuverk er yfirleitt brugðist við með hertu eftirliti og þvingunaraðgerðum en Norðmenn völdu aðra leið. Þrátt fyrir óhug og sorg ríkti einhugur um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag. Þegar Knut Storberget‚ dómsmálaráðherra Noregs‚ tjáði sig opinberlega um verknaðinn komst hann svo að orði að norskt samfélag hefði brugðist við á dæmigerðan norrænan hátt. Fyrir vikið áunnu Norðmenn sér virðingu um allan heim. Dagana 1.–3. nóvember heldur Norðurlandaráð sitt árlega þing og verður samstarfsvettvangur þingmanna nýttur til þess að efla gagnsæi á Norðurlöndum. „Hin opnu norrænu samfélög“ er yfirskrift leiðtogafundar forsætisráðherranna og þingmanna í Norðurlandaráði á opnunardegi þingsins. Það er fagnaðarefni að nýjar ríkisstjórnir í Finnlandi og Danmörku hafa lýst yfir vilja til að efla norrænt samstarf. Það skulum við hafa hugfast þegar við aukum skilvirkni í samstarfinu og eflum aðgerðir til að auka gagnsæi. Samstarfið hefur verið gagnrýnt fyrir seinagang en á þinginu verður rætt hvernig bæta megi úr því. Mikilvægt er að Norræna ráðherranefndin bregðist fyrr við tillögum frá Norðurlandaráði. Eins er lagt til að haldin verði aukaþing að vori til þess að flýta fyrir og jafnvel fjölga ákvörðunum. Við verðum að standa vörð um opin samfélög okkar en einnig að hafa áhrif á umheiminn í kringum okkur. Norðurlandabúar eru um 25 milljónir talsins og því nógu fjölmennir til að láta að sér kveða. Hin opnu samfélög eru tromp á hendi okkar meðal annarra þjóða. Á undanförnum árum hafa Norðurlönd staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir en engu að síður verðum við að efla nýsköpun og nýta okkur einstaka kjarnahæfni ef við eigum að standast alþjóðlega samkeppni. Sú hæfni byggist á menningu okkar‚ er helsti styrkur okkar og veitir okkur sérstöðu. Við búum til dæmis við einhverja minnstu spillingu í heimi og það má ekki síst þakka því gagnsæi sem löngum hefur einkennt samfélög okkar. Við verðum að standa ótrauð vörð um hið opna lýðræðissamfélag og jafnvel af meiri einurð en áður. Með aukinni skilvirkni vill Norðurlandaráð auka pólitískt vægi samstarfsins. Stefnt er að því að gefa stjórnmálamönnum æ fleiri tilefni til að láta sig varða og gefa sig alla að málefnum og bregðast tímanlega við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Hryðjuverkin í Ósló og á Útey á liðnu sumri reyndu á opin samfélög Norðurlanda. Viðbrögð þjóðanna og samhugur þeirra með Norðmönnum báru vott um ósvikin heilindi þeirra – og samkennd. Þegar framin eru hryðjuverk er yfirleitt brugðist við með hertu eftirliti og þvingunaraðgerðum en Norðmenn völdu aðra leið. Þrátt fyrir óhug og sorg ríkti einhugur um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag. Þegar Knut Storberget‚ dómsmálaráðherra Noregs‚ tjáði sig opinberlega um verknaðinn komst hann svo að orði að norskt samfélag hefði brugðist við á dæmigerðan norrænan hátt. Fyrir vikið áunnu Norðmenn sér virðingu um allan heim. Dagana 1.–3. nóvember heldur Norðurlandaráð sitt árlega þing og verður samstarfsvettvangur þingmanna nýttur til þess að efla gagnsæi á Norðurlöndum. „Hin opnu norrænu samfélög“ er yfirskrift leiðtogafundar forsætisráðherranna og þingmanna í Norðurlandaráði á opnunardegi þingsins. Það er fagnaðarefni að nýjar ríkisstjórnir í Finnlandi og Danmörku hafa lýst yfir vilja til að efla norrænt samstarf. Það skulum við hafa hugfast þegar við aukum skilvirkni í samstarfinu og eflum aðgerðir til að auka gagnsæi. Samstarfið hefur verið gagnrýnt fyrir seinagang en á þinginu verður rætt hvernig bæta megi úr því. Mikilvægt er að Norræna ráðherranefndin bregðist fyrr við tillögum frá Norðurlandaráði. Eins er lagt til að haldin verði aukaþing að vori til þess að flýta fyrir og jafnvel fjölga ákvörðunum. Við verðum að standa vörð um opin samfélög okkar en einnig að hafa áhrif á umheiminn í kringum okkur. Norðurlandabúar eru um 25 milljónir talsins og því nógu fjölmennir til að láta að sér kveða. Hin opnu samfélög eru tromp á hendi okkar meðal annarra þjóða. Á undanförnum árum hafa Norðurlönd staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir en engu að síður verðum við að efla nýsköpun og nýta okkur einstaka kjarnahæfni ef við eigum að standast alþjóðlega samkeppni. Sú hæfni byggist á menningu okkar‚ er helsti styrkur okkar og veitir okkur sérstöðu. Við búum til dæmis við einhverja minnstu spillingu í heimi og það má ekki síst þakka því gagnsæi sem löngum hefur einkennt samfélög okkar. Við verðum að standa ótrauð vörð um hið opna lýðræðissamfélag og jafnvel af meiri einurð en áður. Með aukinni skilvirkni vill Norðurlandaráð auka pólitískt vægi samstarfsins. Stefnt er að því að gefa stjórnmálamönnum æ fleiri tilefni til að láta sig varða og gefa sig alla að málefnum og bregðast tímanlega við.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun