Loka á veiðimennina 8. nóvember 2011 07:00 Rjúpa Vinsæll veiðifugl og eftirsóttur jólamatur en fækkar stöðugt. Gremju gætir nú meðal rjúpnaveiðimanna vegna takmarkana sem ýmis sveitarfélög hafa sett á veiðimennskuna á þessu tímabili. Menn sem hugðust ganga til rjúpna um síðustu helgi í nágrenni Hólmavíkur fréttu til dæmis á síðustu stundu að veiðilendurnar hefðu skroppið verulega saman eftir að sveitarstjórnin samþykkti á fimmtudag í síðustu viku að banna veiðar í landi sveitarfélagsins. Í Langanesbyggð hefur öllum heiðarvegum verið lokað tímabundið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sveitarfélagsins er það gert til þess að rjúpnaveiðimenn aki ekki inn á vegina sem eru í viðkvæmu ásigkomulagi vegna aurbleytu. Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, hefur gagnrýnt aðgerðir sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem ákvað að selja veiðimönnum aðgang að afréttum „enn eitt árið“ eins og segir í yfirlýsingu félagsins. Skotvís vitnar í lagabókstafinn þar sem segir að allir íslenskir ríkisborgarar og erlendir menn með lögheimili hérlendis megi veiða í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla þar sem enginn geti sannað eignarrétt sinn til þeirra. Skotvís segir Húnaþing vestra neita að sýna gögn um eignarhald sitt. „Viðbrögð sveitarfélagsins við kurteislegri beiðni Skotvís er því ekki hægt að túlka á annan veg en að um grófa aðför sé að ræða að rétti almennings til veiða og það ber að fordæma. Því hvetur Skotvís alla þá sem veiða á umræddum svæðum og lenda í útistöðum við meinta landeigendur að kalla sýslumann á vettvang,“ segir í yfirlýsingu félagsins. - gar Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Gremju gætir nú meðal rjúpnaveiðimanna vegna takmarkana sem ýmis sveitarfélög hafa sett á veiðimennskuna á þessu tímabili. Menn sem hugðust ganga til rjúpna um síðustu helgi í nágrenni Hólmavíkur fréttu til dæmis á síðustu stundu að veiðilendurnar hefðu skroppið verulega saman eftir að sveitarstjórnin samþykkti á fimmtudag í síðustu viku að banna veiðar í landi sveitarfélagsins. Í Langanesbyggð hefur öllum heiðarvegum verið lokað tímabundið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sveitarfélagsins er það gert til þess að rjúpnaveiðimenn aki ekki inn á vegina sem eru í viðkvæmu ásigkomulagi vegna aurbleytu. Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, hefur gagnrýnt aðgerðir sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem ákvað að selja veiðimönnum aðgang að afréttum „enn eitt árið“ eins og segir í yfirlýsingu félagsins. Skotvís vitnar í lagabókstafinn þar sem segir að allir íslenskir ríkisborgarar og erlendir menn með lögheimili hérlendis megi veiða í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla þar sem enginn geti sannað eignarrétt sinn til þeirra. Skotvís segir Húnaþing vestra neita að sýna gögn um eignarhald sitt. „Viðbrögð sveitarfélagsins við kurteislegri beiðni Skotvís er því ekki hægt að túlka á annan veg en að um grófa aðför sé að ræða að rétti almennings til veiða og það ber að fordæma. Því hvetur Skotvís alla þá sem veiða á umræddum svæðum og lenda í útistöðum við meinta landeigendur að kalla sýslumann á vettvang,“ segir í yfirlýsingu félagsins. - gar
Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira