Skipulag höfuðborgarsvæðisins - magn eða gæði 8. nóvember 2011 06:00 Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun