Steingrímur, viltu finna milljarð? 9. nóvember 2011 06:00 Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið?
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar