Frank stofnar plötuútgáfu 10. nóvember 2011 23:00 Frank Black, söngvari Pixies, hefur stofnað plötuútgáfuna The Bureau. Hér er hann á tónleikum í Kaplakrika árið 2004. Fréttablaðið/Stefán Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn. „Það var ekkert á dagskránni að stofna eigin plötuútgáfu, en ég vona að ég fái nú boð í alvöru fín partí,“ segir Black. Frank Black hefur um langt skeið verið afkastamikill í útgáfu á sólóplötum í eigin nafni. Hann segir að upphaflega hafi ætlunin verið að gefa út eigin tónlist því hefðbundin plötufyrirtæki séu ekki spennt fyrir því að hann vill gefa út plötur á níu mánaða fresti. Black segir að rekstur plötufyrirtækja sé alveg eins og áður fyrr, eini munurinn sé að fyrirtækin hafi úr minni peningum að spila. „Það eru minni peningar í umferð, en ég held að það sé bara gott. Það setur bara pressu á fólk að standa sig vel. Sum þessara plötufyrirtækja þurfa að hætta að láta eins og fífl.“ Að síðustu tjáði Black sig um nýtt efni frá Pixies sem hann segir að muni ekki koma út hjá The Bureau. „Pixies mun annaðhvort gera eitthvað mjög hefðbundið með stóru plötufyrirtæki eða eitthvað mjög róttækt. Ég vona að við förum róttæku leiðina.“ Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn. „Það var ekkert á dagskránni að stofna eigin plötuútgáfu, en ég vona að ég fái nú boð í alvöru fín partí,“ segir Black. Frank Black hefur um langt skeið verið afkastamikill í útgáfu á sólóplötum í eigin nafni. Hann segir að upphaflega hafi ætlunin verið að gefa út eigin tónlist því hefðbundin plötufyrirtæki séu ekki spennt fyrir því að hann vill gefa út plötur á níu mánaða fresti. Black segir að rekstur plötufyrirtækja sé alveg eins og áður fyrr, eini munurinn sé að fyrirtækin hafi úr minni peningum að spila. „Það eru minni peningar í umferð, en ég held að það sé bara gott. Það setur bara pressu á fólk að standa sig vel. Sum þessara plötufyrirtækja þurfa að hætta að láta eins og fífl.“ Að síðustu tjáði Black sig um nýtt efni frá Pixies sem hann segir að muni ekki koma út hjá The Bureau. „Pixies mun annaðhvort gera eitthvað mjög hefðbundið með stóru plötufyrirtæki eða eitthvað mjög róttækt. Ég vona að við förum róttæku leiðina.“
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“