James Murdoch, einn helsti stjórnandi fjölmiðlaveldis föður síns, Ruperts Murdoch, ítrekaði í gær við yfirheyrslur hjá breskri þingnefnd að hann hefði ekkert vitað um glæpsamlegt atferli starfsfólks á fjölmiðlum fyrirtækisins.
„Þú hlýtur að vera fyrsti mafíuforingi sögunnar sem veit ekki að hann er að reka glæpafyrirtæki,“ sagði breski þingmaðurinn Tom Watson, einn þeirra sem sitja í nefndinni.
Yfirheyrslurnar snerust um símanjósnir sem urðu til þess að útgáfu blaðsins News of the World var hætt í sumar.- gb
Segist ekkert hafa vitað
