Svar til Heimis Eyvindarsonar Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Heimir Eyvindarson skrifaði grein fyrir skömmu sem bar yfirskriftina Til þingmanna Samfylkingarinnar. Í greininni veltir Heimir fyrir sér réttlæti í leiðréttingu skulda heimila og fyrirtækja. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara grein hans með því að fara yfir stöðu mála. Glíman við skuldavandann er eitt mikilvægasta en um leið flóknasta úrlausnarefnið sem hrunið leiddi af sér. Enda snýst það ekki einungis um skuldastöðu fólks heldur einnig um sanngirni og réttlæti. Afleiðingar hrunsins eru mjög óréttlátar en það er ómögulegt að koma í veg fyrir að almenningur finni fyrir þeim í formi minnkandi kaupmáttar, hækkandi skatta, skertri almannaþjónustu og hækkandi lána. Engin ríkisstjórn í Vestur-Evrópu hefur þó gripið til jafn víðtækra aðgerða til hjálpar skuldugum heimilum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Vandinn sem við glímum við varð að stórum hluta til í stórkostlegri þenslu á lána- og íbúðamarkaði upp úr aldamótum fram að hruni. Árið 2003 voru lán fyrst veitt til húsnæðiskaupa í erlendri mynt, árið 2004 voru veitt 90% lán og síðan 100% lán. Greiður aðgangur var að lánsfé og húsnæðisverð hækkaði hratt. Viðvörunarbjöllur hringdu víða og hætta skapaðist á því að fólk lenti í skuldafjötrum. Bankarnir héldu samt áfram að lána. Verð á húsnæði hækkaði um 60% milli áranna 2000-2007 og heimilin urðu mörg of skuldsett miðað við ráðstöfunartekjur. Lánveitendur og stjórnvöld sköpuðu aðstæður fyrir þessa miklu skuldsetningu en gerðu ekki ráðstafanir um úrræði ef illa færi. Ábyrgð þeirra er mikil þó lántakendur geti ekki talist ábyrgðarlausir með öllu. Þau úrræði sem ríkið hefur gripið til í þeim tilgangi að leysa vandann hér og nú takmarkast af fjárhagslegri getu ríkisins og lánastofnana, s.s. Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða, en einnig af landslögum og einkaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Aðgerðir ríkisins hafa miðað að því að knýja bankana sjálfa til aðstoðar við heimilin. Bankarnir hafa hag af því að gera heimilin greiðsluhæf, en það hefði hins vegar reynst ríkinu gríðarlega kostnaðarsamt að taka til sín allt verkefnið og „ríkisvæða" skyldur bankanna og velta þeim yfir á almenning í landinu í gegnum aukinn niðurskurð eða skattahækkanir. Við mat á þeim víðtæku aðgerðum sem hefur verið gripið til er rétt að hafa í huga að þegar núverandi stjórnvöld tóku við vorið 2009 voru réttindi skuldara svo til engin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána voru erlend lán færð yfir í íslenskar krónur. Boðið var upp á greiðslujöfnun, yfirveðsett húsnæðislán færð niður í 110% af verðmæti eignar með almennri aðgerð og gjaldþrotalögum breytt skuldurum í hag. Þá voru ýmsar réttarbætur gerðar er lúta að framkvæmd og eftirmálum nauðungarsölu. Vaxtabætur voru hækkaðar verulega auk þess sem komið var á sérstakri vaxtaniðurgreiðslu. Þriðjungur allra greiddra vaxta af húsnæðislánum er nú endurgreiddur af ríkinu. Stofnun embættis umboðsmanns skuldara var afar mikilvæg en embættið sinnir margvíslegum verkefnum sem öll miða að því að aðstoða einstaklinga í skuldavanda. Stærsta verkefni embættisins er greiðsluaðlögun einstaklinga sem miðar að því að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu. Þessa dagana eru fjármálafyrirtækin að vinna úr þúsundum mála og þeim sem fá úrlausn fjölgar jafnt og þétt. Æskilegast væri að afskrifa meira af skuldum heimila sem hafa, a.m.k. tímabundið, tapað eigin fé í íbúðum sínum með hækkun höfuðstóls og lækkun fasteignaverðs. Gert er þó ráð fyrir að um og eftir áramót hafi um 200 milljarðar króna verið afskrifaðir hjá heimilum frá hruni. Afskriftir eiga sér stað hjá þeim heimilum sem ekki geta staðið undir greiðslubyrðinni og þurfa aðlögun skulda að greiðslugetu en einnig hjá öllum þeim öðrum sem skulda meira en 110% í heimili sínu. Það er ekki nema eðlilegt að fólki finnist óréttlátt að afskrifaðar séu stórar upphæðir af fyrirtækjum í eigu þeirra sem fóru offari en ekkert afskrifað hjá þeim sem fóru varlega og geta enn staðið í skilum. Undir það tek ég heils hugar. Staðreyndin er hinsvegar sú að umrædd fyrirtæki fóru á hausinn eða voru ógreiðslufær og afskriftir flestar á kostnað erlendra kröfuhafa en ekki á kostnað ríkissjóðs. Eigendurnir voru ekki í persónulegri ábyrgð, enda ábyrgð eigenda fyrirtækja almennt takmörkuð með lögum eftir félagaformi. Eftirlitsnefnd fylgist með því að bankarnir geri ekki upp á milli manna eða fyrirtækja við skuldaaðlögun. Fátt var meira freistandi fyrir síðustu kosningar en að lofa almennri niðurfærslu á skuldum. Það hefði verið óábyrgt þar sem ekki hefði verið hægt að standa við það loforð að greiða hundruð milljarða úr ríkissjóði sem þegar var rekinn með miklum halla. Þess í stað var farin sú leið að mæta vandanum á einstaklingsbundnum grunni og huga sérstaklega að þeim sem verst eru staddir. Ríkissjóður hefur því miður ekki burði til að standa undir skuldaafskriftum sem hvert einasta heimili teldi fullnægjandi. Það þýðir samt ekki að alls ekkert sé hægt að gera. Bæta þarf strax augljósa galla þeirra úrræða sem gripið hefur verið til og huga fyrst að einstæðum foreldrum, barnafjölskyldum og þeim heimilum sem ekki get nýtt sér 110% leiðina vegna íbúðalána tryggðum með lánsveði. Ég þakka Heimi hvatninguna og fullyrði að við munum vinna hörðum höndum að því að færa úrlausn skuldavandans í réttlætisátt með því að bæta og efla úrræðin sem nú eru til staðar og bæta við nýjum eftir efnum og reynslu af þeim eldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Heimir Eyvindarson skrifaði grein fyrir skömmu sem bar yfirskriftina Til þingmanna Samfylkingarinnar. Í greininni veltir Heimir fyrir sér réttlæti í leiðréttingu skulda heimila og fyrirtækja. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara grein hans með því að fara yfir stöðu mála. Glíman við skuldavandann er eitt mikilvægasta en um leið flóknasta úrlausnarefnið sem hrunið leiddi af sér. Enda snýst það ekki einungis um skuldastöðu fólks heldur einnig um sanngirni og réttlæti. Afleiðingar hrunsins eru mjög óréttlátar en það er ómögulegt að koma í veg fyrir að almenningur finni fyrir þeim í formi minnkandi kaupmáttar, hækkandi skatta, skertri almannaþjónustu og hækkandi lána. Engin ríkisstjórn í Vestur-Evrópu hefur þó gripið til jafn víðtækra aðgerða til hjálpar skuldugum heimilum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Vandinn sem við glímum við varð að stórum hluta til í stórkostlegri þenslu á lána- og íbúðamarkaði upp úr aldamótum fram að hruni. Árið 2003 voru lán fyrst veitt til húsnæðiskaupa í erlendri mynt, árið 2004 voru veitt 90% lán og síðan 100% lán. Greiður aðgangur var að lánsfé og húsnæðisverð hækkaði hratt. Viðvörunarbjöllur hringdu víða og hætta skapaðist á því að fólk lenti í skuldafjötrum. Bankarnir héldu samt áfram að lána. Verð á húsnæði hækkaði um 60% milli áranna 2000-2007 og heimilin urðu mörg of skuldsett miðað við ráðstöfunartekjur. Lánveitendur og stjórnvöld sköpuðu aðstæður fyrir þessa miklu skuldsetningu en gerðu ekki ráðstafanir um úrræði ef illa færi. Ábyrgð þeirra er mikil þó lántakendur geti ekki talist ábyrgðarlausir með öllu. Þau úrræði sem ríkið hefur gripið til í þeim tilgangi að leysa vandann hér og nú takmarkast af fjárhagslegri getu ríkisins og lánastofnana, s.s. Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða, en einnig af landslögum og einkaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Aðgerðir ríkisins hafa miðað að því að knýja bankana sjálfa til aðstoðar við heimilin. Bankarnir hafa hag af því að gera heimilin greiðsluhæf, en það hefði hins vegar reynst ríkinu gríðarlega kostnaðarsamt að taka til sín allt verkefnið og „ríkisvæða" skyldur bankanna og velta þeim yfir á almenning í landinu í gegnum aukinn niðurskurð eða skattahækkanir. Við mat á þeim víðtæku aðgerðum sem hefur verið gripið til er rétt að hafa í huga að þegar núverandi stjórnvöld tóku við vorið 2009 voru réttindi skuldara svo til engin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána voru erlend lán færð yfir í íslenskar krónur. Boðið var upp á greiðslujöfnun, yfirveðsett húsnæðislán færð niður í 110% af verðmæti eignar með almennri aðgerð og gjaldþrotalögum breytt skuldurum í hag. Þá voru ýmsar réttarbætur gerðar er lúta að framkvæmd og eftirmálum nauðungarsölu. Vaxtabætur voru hækkaðar verulega auk þess sem komið var á sérstakri vaxtaniðurgreiðslu. Þriðjungur allra greiddra vaxta af húsnæðislánum er nú endurgreiddur af ríkinu. Stofnun embættis umboðsmanns skuldara var afar mikilvæg en embættið sinnir margvíslegum verkefnum sem öll miða að því að aðstoða einstaklinga í skuldavanda. Stærsta verkefni embættisins er greiðsluaðlögun einstaklinga sem miðar að því að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu. Þessa dagana eru fjármálafyrirtækin að vinna úr þúsundum mála og þeim sem fá úrlausn fjölgar jafnt og þétt. Æskilegast væri að afskrifa meira af skuldum heimila sem hafa, a.m.k. tímabundið, tapað eigin fé í íbúðum sínum með hækkun höfuðstóls og lækkun fasteignaverðs. Gert er þó ráð fyrir að um og eftir áramót hafi um 200 milljarðar króna verið afskrifaðir hjá heimilum frá hruni. Afskriftir eiga sér stað hjá þeim heimilum sem ekki geta staðið undir greiðslubyrðinni og þurfa aðlögun skulda að greiðslugetu en einnig hjá öllum þeim öðrum sem skulda meira en 110% í heimili sínu. Það er ekki nema eðlilegt að fólki finnist óréttlátt að afskrifaðar séu stórar upphæðir af fyrirtækjum í eigu þeirra sem fóru offari en ekkert afskrifað hjá þeim sem fóru varlega og geta enn staðið í skilum. Undir það tek ég heils hugar. Staðreyndin er hinsvegar sú að umrædd fyrirtæki fóru á hausinn eða voru ógreiðslufær og afskriftir flestar á kostnað erlendra kröfuhafa en ekki á kostnað ríkissjóðs. Eigendurnir voru ekki í persónulegri ábyrgð, enda ábyrgð eigenda fyrirtækja almennt takmörkuð með lögum eftir félagaformi. Eftirlitsnefnd fylgist með því að bankarnir geri ekki upp á milli manna eða fyrirtækja við skuldaaðlögun. Fátt var meira freistandi fyrir síðustu kosningar en að lofa almennri niðurfærslu á skuldum. Það hefði verið óábyrgt þar sem ekki hefði verið hægt að standa við það loforð að greiða hundruð milljarða úr ríkissjóði sem þegar var rekinn með miklum halla. Þess í stað var farin sú leið að mæta vandanum á einstaklingsbundnum grunni og huga sérstaklega að þeim sem verst eru staddir. Ríkissjóður hefur því miður ekki burði til að standa undir skuldaafskriftum sem hvert einasta heimili teldi fullnægjandi. Það þýðir samt ekki að alls ekkert sé hægt að gera. Bæta þarf strax augljósa galla þeirra úrræða sem gripið hefur verið til og huga fyrst að einstæðum foreldrum, barnafjölskyldum og þeim heimilum sem ekki get nýtt sér 110% leiðina vegna íbúðalána tryggðum með lánsveði. Ég þakka Heimi hvatninguna og fullyrði að við munum vinna hörðum höndum að því að færa úrlausn skuldavandans í réttlætisátt með því að bæta og efla úrræðin sem nú eru til staðar og bæta við nýjum eftir efnum og reynslu af þeim eldri.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun