Bjart er yfir Betlehem Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun