Meiri áhersla á byggðamál 29. nóvember 2011 04:30 Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð. Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð.
Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira