Almannahagsmunir? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. Til stendur að afgreiða tillöguna frá ráðinu í dag. Þar er lagt til að til viðbótar við aukna flokkun á heimilisúrgangi (þar sem pappírs- og plastefni verði flokkuð í sértunnu) verði ekki aðeins stór hluti sorphirðu borgarinnar boðinn út heldur einnig móttaka og úrvinnsla. Að einkaaðilar sinni hirðu og móttöku endurvinnsluefna (þess hluta sem er hægt að hagnast á) en Sorphirða borgarinnar hirði annað og það fari til SORPU bs. Það mun ekki ganga til lengdar að hirðu frá heimilum verði sinnt af tveimur aðilum og því metur sorphirðufólk og verkalýðsfélag þess þetta svo að stefnt sé að útvistun allrar sorphirðu borgarinnar. Jafnframt þessu er ógnað tilveru SORPU, tæplega tveggja milljarða króna fjárfestingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstrargrundvöllurinn veikist þegar stór hluti þess sem fyrirtækið hefur verið byggt upp til að taka á móti, fer annað. Tillögum Karls fylgja engir útreikningar og ekki er reynt að sýna fram á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu sem hingað til hefur komið vel út í öllum þjónustukönnunum eða að það sé hagkvæmara að einkavæða móttökuna. Í tengslum við Evróputilskipun í úrgangsmálum og svæðisáætlun hefur Sorpa hinsvegar gert áætlanir um flokkunarstöð, gas og jarðgerðarstöð og þar er reiknað með að þær úrlausnir muni ekki hækka sorphirðugjöld íbúanna. Fákeppni á úrgangsmarkaði er gríðarleg á Íslandi og einokun gæti hækkað sorphirðugjöld. Þetta mál á að bera undir íbúa borgarinnar. Kostir kynntir, kostnaður metinn og upplýst ákvörðun tekin í framhaldi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. Til stendur að afgreiða tillöguna frá ráðinu í dag. Þar er lagt til að til viðbótar við aukna flokkun á heimilisúrgangi (þar sem pappírs- og plastefni verði flokkuð í sértunnu) verði ekki aðeins stór hluti sorphirðu borgarinnar boðinn út heldur einnig móttaka og úrvinnsla. Að einkaaðilar sinni hirðu og móttöku endurvinnsluefna (þess hluta sem er hægt að hagnast á) en Sorphirða borgarinnar hirði annað og það fari til SORPU bs. Það mun ekki ganga til lengdar að hirðu frá heimilum verði sinnt af tveimur aðilum og því metur sorphirðufólk og verkalýðsfélag þess þetta svo að stefnt sé að útvistun allrar sorphirðu borgarinnar. Jafnframt þessu er ógnað tilveru SORPU, tæplega tveggja milljarða króna fjárfestingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstrargrundvöllurinn veikist þegar stór hluti þess sem fyrirtækið hefur verið byggt upp til að taka á móti, fer annað. Tillögum Karls fylgja engir útreikningar og ekki er reynt að sýna fram á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu sem hingað til hefur komið vel út í öllum þjónustukönnunum eða að það sé hagkvæmara að einkavæða móttökuna. Í tengslum við Evróputilskipun í úrgangsmálum og svæðisáætlun hefur Sorpa hinsvegar gert áætlanir um flokkunarstöð, gas og jarðgerðarstöð og þar er reiknað með að þær úrlausnir muni ekki hækka sorphirðugjöld íbúanna. Fákeppni á úrgangsmarkaði er gríðarleg á Íslandi og einokun gæti hækkað sorphirðugjöld. Þetta mál á að bera undir íbúa borgarinnar. Kostir kynntir, kostnaður metinn og upplýst ákvörðun tekin í framhaldi þess.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar