Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi gaf í gær út handtökuskipun á hendur Laurent Gbago, fyrrverandi forseta Fílabeinsstrandarinnar.
Gbago neitaði að láta af völdum í kjölfar kosninga í landinu í fyrra, og lá við borgarastyrjöld í landinu í kjölfarið. Hann hefur verið í stofuvarðhaldi í einangruðu þorpi í norðurhluta landsins síðustu sjö mánuði. Starfsmenn saksóknara frá Hollandi eru nú væntanlegir til Fílabeinsstrandarinnar til að flytja Gbago til Haag til að hægt sé að rétta yfir honum.- bj
