Kennarar á Akranesi segjast vera smánaðir 30. nóvember 2011 07:00 Hrönn Eggertsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason segjast hætta í Brekkubæjarskóla eftir að hafa fengið á sig óverðskuldaðar ásakanir frá forseta bæjarstjórnar sem blandað hafi sér í stjórn skólans. Mynd/Salbjörg Ósk Reynisdóttir Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira