Vill draga úr niðurskurði um 4 milljarða 30. nóvember 2011 05:45 ÖGMUNDUR JÓNASSON Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir að skorið verði minna niður, sem nemur 4,1 milljarði króna, miðað við fjárlög 2011. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið lækkuð um 35 milljónir króna. Meirihlutinn leggur til að lánveitingar til hlutafélaga um vegaframkvæmdir verði lækkaðar um 1,6 milljarða króna, í ljósi nýrrar áætlunar um lánsþörf. Þá verði heimild til ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar hækkuð um 10 milljarða. Lánin sem um ræðir verða til að mæta auknum fjárfestingum og auðvelda endurfjármögnun eldri skulda félagsins, gefist hagstæð tækifæri til þess. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, kynnti breytingatillögurnar. Meðal einstakra breytinga sem hún tíndi til má nefna eflingu eigin fjár orkusjóðs um 100 milljónir og Byggðastofnunar um allt að 2 milljarða. Þá lækkar sparnaðarkrafa á Landspítalann um 140 milljónir. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir vinnu þingsins hafa snúist um að laga fjármálafrumvarpið frá því sem fyrst kom fram. Frumvarpið hafi batnað hvað varðar velferðarþáttinn. „Barátta og þrýstingur þeirra sem vilja standa vörð um velferðarþjónustuna hefur skilað sér inn í frumvarpið, á því liggur enginn vafi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það aðhald og niðurskurður sem hefur átt sér stað undanfarin ár segi til sín. Við erum hins vegar að vona að það fari að sjá til sólar að nýju." Umræður stóðu um fjárlögin fram á nótt í gær. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ýmislegt í frumvarpinu og tíndu meðal annars til aukin útgjöld til aðstoðarmanna ráðherra og það að bæta útgjöldum við listamannalaun á meðan verið væri að loka deildum heilbrigðisstofnana.- kóp Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir að skorið verði minna niður, sem nemur 4,1 milljarði króna, miðað við fjárlög 2011. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið lækkuð um 35 milljónir króna. Meirihlutinn leggur til að lánveitingar til hlutafélaga um vegaframkvæmdir verði lækkaðar um 1,6 milljarða króna, í ljósi nýrrar áætlunar um lánsþörf. Þá verði heimild til ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar hækkuð um 10 milljarða. Lánin sem um ræðir verða til að mæta auknum fjárfestingum og auðvelda endurfjármögnun eldri skulda félagsins, gefist hagstæð tækifæri til þess. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, kynnti breytingatillögurnar. Meðal einstakra breytinga sem hún tíndi til má nefna eflingu eigin fjár orkusjóðs um 100 milljónir og Byggðastofnunar um allt að 2 milljarða. Þá lækkar sparnaðarkrafa á Landspítalann um 140 milljónir. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir vinnu þingsins hafa snúist um að laga fjármálafrumvarpið frá því sem fyrst kom fram. Frumvarpið hafi batnað hvað varðar velferðarþáttinn. „Barátta og þrýstingur þeirra sem vilja standa vörð um velferðarþjónustuna hefur skilað sér inn í frumvarpið, á því liggur enginn vafi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það aðhald og niðurskurður sem hefur átt sér stað undanfarin ár segi til sín. Við erum hins vegar að vona að það fari að sjá til sólar að nýju." Umræður stóðu um fjárlögin fram á nótt í gær. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ýmislegt í frumvarpinu og tíndu meðal annars til aukin útgjöld til aðstoðarmanna ráðherra og það að bæta útgjöldum við listamannalaun á meðan verið væri að loka deildum heilbrigðisstofnana.- kóp
Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira