Postulínsvasi með mynd af Bessastöðum var á mánudag seldur hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn fyrir 3,5 milljónir króna með uppboðsgjöldum.
Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold sagði við Listapóstinn að loknu uppboðinu að starfsfólk gallerísins hefði boðið í vasann fyrir þrjá mismunandi aðila, þó ekki þann sem hreppti gripinn. Myndin á vasanum er eftir málverki sem F. T. Kloss málaði þegar hann kom til Íslands ásamt Friðriki Danakonungi árið 1934. Talið er að tveir vasar hafi verið gerðir en annar þeirra brunnið hjá konungsfjölskyldunni. Hinn var gefinn Scheel-fjölskyldunni, sem á mánudag seldi sinn vasa.- gar
