Truflun 30. nóvember 2011 06:00 Sennilega blöskraði fleirum en mér umfjöllun Kastljóss ríkissjónvarpsins 17. nóv. sl. um Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME); óhætt er að segja að þar hafi verið vegið að starfsheiðri hans og mannhelgi. Skautað var hratt yfir sögu og umfjöllunin í senn ósmekkleg og þvæluleg; fyrr en varði var lagatæknilegu moldviðri þyrlað upp; setningar teknar úr samhengi – myndbirtar og lesnar – m.a. upp úr skýrslu Andra Árnasonar lögmanns sem fenginn var til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra FME og komst Andri að þeirri niðurstöðu að svo væri. Í örfáar sekúndur í senn voru sýnd brot af trúnaðarskjölum – meintum lánasamningum – með meintri undirskrift Gunnars Þ. Andersen ásamt undirskriftum annarra aðila, ótilgreindum; hvaða tilgangi slíkar myndbirtingar eiga að þjóna er manni óljóst – og raunar ekki í fyrsta sinn sem Kastljós viðhefur slík vinnubrögð. Úr því að Kastljós telur forsvaranlegt að myndbirta brot af trúnaðarskjölum sem það hefur komist yfir, hvers vegna eru þau ekki sýnd í heild sinni? Maður spyr sig óneitanlega hvort stefnan sé sú að birta aðeins þá gagnahluta sem henta hverju sinni. Þá eru ótilgreind tölvupóstsamskipti sögð renna stoðum undir að Gunnar hafi verið virkur í starfi umræddra aflandsfélaga á Guernsey. Aftur vakna spurningar: hvers vegna eru þau þá ekki rakin og birt? Tölvuskeyti frá hverjum og til hverra – og hvenær voru þau send? Nei, það var ekki heil brú í þessum málflutningi. Hvaða forsendur hefur almenningur til að mynda sér sjálfstæða skoðun á málinu á grundvelli svo brotakenndra gagna og aðdróttana? Engu er líkara en að véfréttin, sem eitt sinn mun hafa verið í Delfí, hafi nú endurholdgast og stungið sér niður í Efstaleiti í Reykjavík. Eftir að hafa horft á þessa samsuðu spurði maður sig: Hver var eiginlega fréttin? Fram hefur komið að Gunnar starfaði hjá Landsbankanum frá 1991 fram til loka árs 2002, er hann lét af störfum „að eigin ósk að vandlega íhuguðu máli” eins og segir í frétt Morgunblaðsins 26. nóv. 2002; hafði hann þá verið framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs bankans undangengin fjögur ár. Hann hætti sem sagt um það leyti sem bankinn var einkavæddur með nýja eigendur innanborðs – með alkunnum afleiðingum; líkast til hefur Gunnar með alla sína reynslu, þá orðinn 54 ára, haft hugboð um hvert stefndi – örlög Landsbankans tæpum 6 árum síðar tala sínu máli eða eins og Kaninn segir: Árangur segir meira en þúsund orð. Eftir að Sigmar hafði lokið einræðu sinni tók Þóra við og kynnti stuttlega eina viðmælanda Kastljóss í málinu, engan annan en Sigurð Guðjónsson, lögmann. Tekið var fram að hann væri „verjandi manna sem sætt hefðu rannsókn Fjármálaeftirlitsins”; það er nefnilega það. Ein helsta skylda fjölmiðla er að gæta hlutleysis í umfjöllun um menn og málefni, hafa ábyrgðarmenn þáttarins gleymt því? Athygli vakti að Kastljós lét hjá líða að nafngreina skjólstæðinga lögmannsins – hvers vegna var þeim upplýsingum haldið leyndum? Í viðtalsbrotunum sem Kastljós kaus að sjónvarpa fengu áhorfendur aðeins að heyra skoðanir og lagatúlkanir eins manns, Sigurðar Guðjónssonar, manns sem hefur beinlínis það launaða hlutverk að gæta hagsmuna manna sem sætt hafa rannsókn sömu stofnunar og Gunnar Þ. Andersen fer fyrir. Sigurður getur því engan veginn talist hlutlaus eða óháður álitsgjafi í málefnum er snerta FME, rannsóknir þess eða starfsmenn. Sakir yfirstandandi hagsmunatengsla hlýtur hann að teljast vanhæfur til að tjá sig um mál FME á opinberum vettvangi fjölmiðla. Raunar minnti viðtalið við Sigurð einna helst á svonefnd „drottningarviðtöl” áranna upp úr síðustu aldamótum er stjórnmálamaður nokkur birtist reglulega í Kastljósi án andmælenda og fékk þannig kjörinn vettvang til að halda uppi áróðri sínum. Hvaða gildi hefur slíkur einhliða málflutningur? Ljóst má vera að umfjöllun Kastljóss 17. nóv. sl. var bæði ófagleg og óboðleg; eini tilgangur hennar virtist vera að grafa undan trúverðugleika FME og forstjóra þess – og reyna að ryðja honum úr vegi. Að manni læðist sá grunur að hún sé liður í rógsherferð og tímasetningin styrkir þann grun – enda hillir nú undir útgáfu fyrstu ákæruskjala í kjölfar bankahrunsins. Hagsmunaöfl, sem greinilega hafa greiðan aðgang að Ríkissjónvarpinu, eru aftur komin á kreik og þau freista þess að valda sem mestri truflun, einkum á starfsemi rannsakenda FME; mikilvægt er að þeir fái vinnufrið. Kastljós verður að útskýra fyrir almenningi hvers vegna það brást hlutleysisskyldu sinni svo hrapallega – það er alvarlegasti þáttur málsins. Meðan ég man, í frétt á Vísi 3. apríl 2009 er tilkynnt að Gunnar Þ. Andersen hafi verið ráðinn forstjóri FME úr hópi 19 umsækjenda; meðal annarra umsækjenda var Sigurður Guðjónsson lögmaður. Skyldi vera samband milli ásakanaflaums Sigurðar í garð forstjóra FME og þeirrar staðreyndar að hann sjálfur var ekki ráðinn forstjóri sömu stofnunar? Dæmi hver fyrir sig. Já, í landi fjármálablekkinganna heldur víst sirkusinn áfram um sinn – megi sól staðreyndanna rísa um síðir. Ótrufluð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sennilega blöskraði fleirum en mér umfjöllun Kastljóss ríkissjónvarpsins 17. nóv. sl. um Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME); óhætt er að segja að þar hafi verið vegið að starfsheiðri hans og mannhelgi. Skautað var hratt yfir sögu og umfjöllunin í senn ósmekkleg og þvæluleg; fyrr en varði var lagatæknilegu moldviðri þyrlað upp; setningar teknar úr samhengi – myndbirtar og lesnar – m.a. upp úr skýrslu Andra Árnasonar lögmanns sem fenginn var til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra FME og komst Andri að þeirri niðurstöðu að svo væri. Í örfáar sekúndur í senn voru sýnd brot af trúnaðarskjölum – meintum lánasamningum – með meintri undirskrift Gunnars Þ. Andersen ásamt undirskriftum annarra aðila, ótilgreindum; hvaða tilgangi slíkar myndbirtingar eiga að þjóna er manni óljóst – og raunar ekki í fyrsta sinn sem Kastljós viðhefur slík vinnubrögð. Úr því að Kastljós telur forsvaranlegt að myndbirta brot af trúnaðarskjölum sem það hefur komist yfir, hvers vegna eru þau ekki sýnd í heild sinni? Maður spyr sig óneitanlega hvort stefnan sé sú að birta aðeins þá gagnahluta sem henta hverju sinni. Þá eru ótilgreind tölvupóstsamskipti sögð renna stoðum undir að Gunnar hafi verið virkur í starfi umræddra aflandsfélaga á Guernsey. Aftur vakna spurningar: hvers vegna eru þau þá ekki rakin og birt? Tölvuskeyti frá hverjum og til hverra – og hvenær voru þau send? Nei, það var ekki heil brú í þessum málflutningi. Hvaða forsendur hefur almenningur til að mynda sér sjálfstæða skoðun á málinu á grundvelli svo brotakenndra gagna og aðdróttana? Engu er líkara en að véfréttin, sem eitt sinn mun hafa verið í Delfí, hafi nú endurholdgast og stungið sér niður í Efstaleiti í Reykjavík. Eftir að hafa horft á þessa samsuðu spurði maður sig: Hver var eiginlega fréttin? Fram hefur komið að Gunnar starfaði hjá Landsbankanum frá 1991 fram til loka árs 2002, er hann lét af störfum „að eigin ósk að vandlega íhuguðu máli” eins og segir í frétt Morgunblaðsins 26. nóv. 2002; hafði hann þá verið framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs bankans undangengin fjögur ár. Hann hætti sem sagt um það leyti sem bankinn var einkavæddur með nýja eigendur innanborðs – með alkunnum afleiðingum; líkast til hefur Gunnar með alla sína reynslu, þá orðinn 54 ára, haft hugboð um hvert stefndi – örlög Landsbankans tæpum 6 árum síðar tala sínu máli eða eins og Kaninn segir: Árangur segir meira en þúsund orð. Eftir að Sigmar hafði lokið einræðu sinni tók Þóra við og kynnti stuttlega eina viðmælanda Kastljóss í málinu, engan annan en Sigurð Guðjónsson, lögmann. Tekið var fram að hann væri „verjandi manna sem sætt hefðu rannsókn Fjármálaeftirlitsins”; það er nefnilega það. Ein helsta skylda fjölmiðla er að gæta hlutleysis í umfjöllun um menn og málefni, hafa ábyrgðarmenn þáttarins gleymt því? Athygli vakti að Kastljós lét hjá líða að nafngreina skjólstæðinga lögmannsins – hvers vegna var þeim upplýsingum haldið leyndum? Í viðtalsbrotunum sem Kastljós kaus að sjónvarpa fengu áhorfendur aðeins að heyra skoðanir og lagatúlkanir eins manns, Sigurðar Guðjónssonar, manns sem hefur beinlínis það launaða hlutverk að gæta hagsmuna manna sem sætt hafa rannsókn sömu stofnunar og Gunnar Þ. Andersen fer fyrir. Sigurður getur því engan veginn talist hlutlaus eða óháður álitsgjafi í málefnum er snerta FME, rannsóknir þess eða starfsmenn. Sakir yfirstandandi hagsmunatengsla hlýtur hann að teljast vanhæfur til að tjá sig um mál FME á opinberum vettvangi fjölmiðla. Raunar minnti viðtalið við Sigurð einna helst á svonefnd „drottningarviðtöl” áranna upp úr síðustu aldamótum er stjórnmálamaður nokkur birtist reglulega í Kastljósi án andmælenda og fékk þannig kjörinn vettvang til að halda uppi áróðri sínum. Hvaða gildi hefur slíkur einhliða málflutningur? Ljóst má vera að umfjöllun Kastljóss 17. nóv. sl. var bæði ófagleg og óboðleg; eini tilgangur hennar virtist vera að grafa undan trúverðugleika FME og forstjóra þess – og reyna að ryðja honum úr vegi. Að manni læðist sá grunur að hún sé liður í rógsherferð og tímasetningin styrkir þann grun – enda hillir nú undir útgáfu fyrstu ákæruskjala í kjölfar bankahrunsins. Hagsmunaöfl, sem greinilega hafa greiðan aðgang að Ríkissjónvarpinu, eru aftur komin á kreik og þau freista þess að valda sem mestri truflun, einkum á starfsemi rannsakenda FME; mikilvægt er að þeir fái vinnufrið. Kastljós verður að útskýra fyrir almenningi hvers vegna það brást hlutleysisskyldu sinni svo hrapallega – það er alvarlegasti þáttur málsins. Meðan ég man, í frétt á Vísi 3. apríl 2009 er tilkynnt að Gunnar Þ. Andersen hafi verið ráðinn forstjóri FME úr hópi 19 umsækjenda; meðal annarra umsækjenda var Sigurður Guðjónsson lögmaður. Skyldi vera samband milli ásakanaflaums Sigurðar í garð forstjóra FME og þeirrar staðreyndar að hann sjálfur var ekki ráðinn forstjóri sömu stofnunar? Dæmi hver fyrir sig. Já, í landi fjármálablekkinganna heldur víst sirkusinn áfram um sinn – megi sól staðreyndanna rísa um síðir. Ótrufluð.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun