Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring 1. desember 2011 05:00 elkem Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, hefur sagt að samkeppnishæfni Íslands í járnblendi hverfi með verði kolefnisgjald lagt á fyrirtækin. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum