Einhliða upptaka myntar allt of hættuleg 1. desember 2011 06:30 Seðlabankastjóri Már Guðmundsson telur hættulegt að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við viðkomandi land um málið.fréttablaðið/anton FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar Seðlabankans svöruðu þar spurningum nefndarmanna um ýmislegt er lýtur að peningastefnumálum. Már sagði einboðið að raungengi íslensku krónunnar mundi hækka, enda væri það í sögulegu lágmarki. Hann sagði flókið í fjárhagslegu samhengi að reka sjálfstæða peningastefnu með fullkomlega frjálsu fjármagnsflæði og lítinn gjaldmiðil. Lausnin á því vandamáli gæti verið að vera áfram með einhvers konar gjaldeyrishöft eða að stilla hagkerfið betur af og mismunandi þætti í efnahagskerfinu. Alla kosti þyrfti að skoða vel og sérfræðingar Seðlabankans væru í þeirri vinnu nú um mundir. Á fyrri hluta næsta árs er von á skýrslu bankans um málið. Már sagði hættu fólgna í því að bankakerfið væri í erlendri mynt án þess að möguleiki væri á því að veita bönkunum nokkra fyrirgreiðslu gegn veðum. Í því fælist mikil áhætta.- kóp Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar Seðlabankans svöruðu þar spurningum nefndarmanna um ýmislegt er lýtur að peningastefnumálum. Már sagði einboðið að raungengi íslensku krónunnar mundi hækka, enda væri það í sögulegu lágmarki. Hann sagði flókið í fjárhagslegu samhengi að reka sjálfstæða peningastefnu með fullkomlega frjálsu fjármagnsflæði og lítinn gjaldmiðil. Lausnin á því vandamáli gæti verið að vera áfram með einhvers konar gjaldeyrishöft eða að stilla hagkerfið betur af og mismunandi þætti í efnahagskerfinu. Alla kosti þyrfti að skoða vel og sérfræðingar Seðlabankans væru í þeirri vinnu nú um mundir. Á fyrri hluta næsta árs er von á skýrslu bankans um málið. Már sagði hættu fólgna í því að bankakerfið væri í erlendri mynt án þess að möguleiki væri á því að veita bönkunum nokkra fyrirgreiðslu gegn veðum. Í því fælist mikil áhætta.- kóp
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira