Minningar 1. desember 2011 06:00 Við skiptumst á minningum aldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar. En ég man ekki það fólk, sem þeir tala um andlit þess vilja ekki lifna í vit-und minni. Hjá mér vakna tiltekin nöfn og ákveðið umhverfi en hjá þeim önnur nöfn annarra vina í öðrum íbúðum hjá öðrum fullorðnum. Enginn ætti að vera nær manni í sameiginlegum minningum en systkini manns. En það er eins og við allir eigum sérminningar og að hugarheimar okkar séu ekki alveg eins. Kannski muna þeir köllin frá leikvellinum öðruvísi en ég kannski muna þeir tifið í ritvél-inni hans pabba öðruvísi en ég kannski muna þeir munstrið á teppunum kvöldin í stofunni og kökurnar hennar mömmu öðruvísi en ég. Kannski er sérhver manneskja ein líka með minningar sínar? (Efinn. Orð og mál eftir Björn Sigurbjörnsson). Við munum margt af því sem við reynum hvort heldur það er blítt eða strítt. Ljúfar minningar leita m.a. á huga okkar margra á jólum og ilmur af ávöxtum kallar á myndbrot löngu liðinna daga hjá þeirri kynslóð sem kynntist ekki í annan tíma slíku fágæti. Hjá öðrum kveikja lykt og bragð aðrar og sárari minningar, þá situr kannski óbragðið af appelsíni eftir í kverkunum og hryllingsmyndir glataðrar bernsku láta á sér kræla. Stundum er reynslan svo sár að eina leiðin til að lifa af er að grafa hana djúpt niður í myrkur óminnis sem vitjar manns síðar á þann hátt að sársaukinn situr eftir og erfitt getur verið að raða minningarbrotunum saman. Það er ekki fyrr en einstaklingurinn fær liðsinni nærfærinnar fagmanneskju sem nýtur fullkomins traust að styrkurinn vex til að líta ekki undan og horfast í augu við allt það versta. Þetta er reynsla fjölmargra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Sú reynsla rænir barnið ótalmörgu sem jólin birta og boða. Þar má nefna sakleysið og traustið, þá grunnþætti mennskunnar sem skapa öryggi og sálarfrið. Niðurlag ljóðsins sem tilgreint er í upphafi á hér sérstaklega við, að vera einn með minningar sínar. Það er ekki aðeins barnið sem forðast sársaukann með því að reyna að gleyma. Það gera líka margir sem eiga aðrar myndir úr sama nærumhverfi og stendur ógn af því sem fellir skugga á þær. Að baki helgimyndarinnar af fæðingu barnsins sem lagt var í lágan stall býr raunveruleiki útskúfunar þar sem ekki var rúm í gistihúsinu. Við skulum ekki líta undan heldur horfast í augu við raunveruleikann. Það kannast margir við gamansöguna af manninum sem var stolið af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Sú saga er þó nær en nokkurn kann að gruna. Þessi raunveruleiki blasir m.a. við konum í fjarlægu landi sem er nauðgað og njóta ekki réttaröryggis heldur hljóta fyrir það fangelsisdóm. Það vekur að vonum andúð okkar og hneykslan. Kannski ættum við að líta okkur nær? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við skiptumst á minningum aldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar. En ég man ekki það fólk, sem þeir tala um andlit þess vilja ekki lifna í vit-und minni. Hjá mér vakna tiltekin nöfn og ákveðið umhverfi en hjá þeim önnur nöfn annarra vina í öðrum íbúðum hjá öðrum fullorðnum. Enginn ætti að vera nær manni í sameiginlegum minningum en systkini manns. En það er eins og við allir eigum sérminningar og að hugarheimar okkar séu ekki alveg eins. Kannski muna þeir köllin frá leikvellinum öðruvísi en ég kannski muna þeir tifið í ritvél-inni hans pabba öðruvísi en ég kannski muna þeir munstrið á teppunum kvöldin í stofunni og kökurnar hennar mömmu öðruvísi en ég. Kannski er sérhver manneskja ein líka með minningar sínar? (Efinn. Orð og mál eftir Björn Sigurbjörnsson). Við munum margt af því sem við reynum hvort heldur það er blítt eða strítt. Ljúfar minningar leita m.a. á huga okkar margra á jólum og ilmur af ávöxtum kallar á myndbrot löngu liðinna daga hjá þeirri kynslóð sem kynntist ekki í annan tíma slíku fágæti. Hjá öðrum kveikja lykt og bragð aðrar og sárari minningar, þá situr kannski óbragðið af appelsíni eftir í kverkunum og hryllingsmyndir glataðrar bernsku láta á sér kræla. Stundum er reynslan svo sár að eina leiðin til að lifa af er að grafa hana djúpt niður í myrkur óminnis sem vitjar manns síðar á þann hátt að sársaukinn situr eftir og erfitt getur verið að raða minningarbrotunum saman. Það er ekki fyrr en einstaklingurinn fær liðsinni nærfærinnar fagmanneskju sem nýtur fullkomins traust að styrkurinn vex til að líta ekki undan og horfast í augu við allt það versta. Þetta er reynsla fjölmargra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Sú reynsla rænir barnið ótalmörgu sem jólin birta og boða. Þar má nefna sakleysið og traustið, þá grunnþætti mennskunnar sem skapa öryggi og sálarfrið. Niðurlag ljóðsins sem tilgreint er í upphafi á hér sérstaklega við, að vera einn með minningar sínar. Það er ekki aðeins barnið sem forðast sársaukann með því að reyna að gleyma. Það gera líka margir sem eiga aðrar myndir úr sama nærumhverfi og stendur ógn af því sem fellir skugga á þær. Að baki helgimyndarinnar af fæðingu barnsins sem lagt var í lágan stall býr raunveruleiki útskúfunar þar sem ekki var rúm í gistihúsinu. Við skulum ekki líta undan heldur horfast í augu við raunveruleikann. Það kannast margir við gamansöguna af manninum sem var stolið af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Sú saga er þó nær en nokkurn kann að gruna. Þessi raunveruleiki blasir m.a. við konum í fjarlægu landi sem er nauðgað og njóta ekki réttaröryggis heldur hljóta fyrir það fangelsisdóm. Það vekur að vonum andúð okkar og hneykslan. Kannski ættum við að líta okkur nær?
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar