Efasemdir um Vaðlaheiðargöng 1. desember 2011 06:00 Hart er deilt um hvort arðsemi verði af Vaðlaheiðargöngum á meðan verið er að reikna allar tölur upp á nýtt miðað við breyttar forsendur. Bent hefur verið á að fyrri arðsemisútreikningar vegna jarðganganna undir heiðina standi á veikum grunni. Þá var gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostnaði og enn meiri umferð. Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga í Norðausturkjördæmi kunna vel til verka þegar þeir berjast gegn fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir um grjóthrunið í Oddskarðsgöngunum. Takmörk eru fyrir því hversu hátt veggjald á hvern bíl má innheimta þegar hafður er í huga heildarfjöldi ökutækja sem fer um Víkurskarðið á sólarhring. Hjá fyrrverandi og núverandi landsbyggðarþingmönnum fást engin svör þegar spurt er hvort sala ríkiseigna sem átti að fjármagna Dýrafjarðar-, Fáskrúðsfjarðar- og Héðinsfjarðargöng hafi snúist upp í pólitískan skrípaleik. Fyrir tæpum tólf árum lýsti Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, því yfir í fjölmiðlum að öll þessi jarðgöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000 yrðu fjármögnuð með sölu ríkiseigna. Samhliða Vaðlaheiðargöngum telur meirihluti Norðlendinga sem snerist gegn jarðgangagerðinni í Héðinsfirði þetta sama ár að veggöng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal styrki byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar enn betur sem öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Margir þingmenn innan stjórnarflokkanna treysta því ekki að fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng standi undir sér með innheimtu veggjalda. Brýnustu vegaframkvæmdirnar sem ættu að vera á undan jarðgöngunum undir heiðina gegnt Akureyri eru Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng og veggöng undir Fjarðarheiði. Fyrr getur viðkomustaður Norrænu aldrei fengið örugga vegtengingu við Egilsstaði og Fljótsdalshérað á meðan Seyðfirðingar sitja uppi með snjóþungan veg í 640 m hæð á illviðrasömu svæði sem fær héðan af engar undanþágur frá hertum öryggiskröfum ESB. Umræða um forgangsröðun jarðganga má ekki snúast upp í illvíga hreppapólitík og kjördæmapot á landsbyggðinni. Stór hópur þingmanna í báðum stjórnarflokkunum vill fá tryggingu fyrir því að arðsemi verði af fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum áður en ákvörðun er tekin um þessa vegaframkvæmd. Í samgöngunefnd Alþingis eru efasemdir um að rekstur ganganna geti staðið undir endurgreiðslum og vöxtum. Í kjölfarið getur ríkissjóður fengið skellinn sem skattgreiðendunum yrði fljótlega refsað fyrir með stórauknum álögum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem telur þessi veggöng undir Vaðlaheiði ótímabær skal svara því hvort ekki sé heppilegra að hefja fyrst framkvæmdir við Norðfjarðargöng og síðar Dýrafjarðargöng sem upphaflega voru ákveðin í öðrum áfanga á eftir Héðinsfjarðargöngum. Óvissa um arðsemi Vaðlaheiðarganga réttlætir ekki að slæmt ástand í samgöngumálum Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og á sunnanverðum Vestfjörðum víki fyrir þessari einkaframkvæmd. Á Eyjafjarðarsvæðinu, í sveitunum austan Vaðlaheiðar og víðar er vonlaust að kveða niður allar efasemdir um að þessi veggöng undir heiðina standi undir sér með innheimtu vegtolla á hvern bíl. Yfir sumarmánuðina fara um Víkurskarð á bilinu 1.200-1.500 bílar á sólarhring. Allir þingmenn Norðausturkjördæmis vita ósköp vel að þessir vegtollar breyta engu þótt umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng yrði um 2.500-3.000 bílar á dag fari svo að þessi jarðgöng verði nú dýrari en Héðinsfjarðargöngin sem kostuðu 12 milljarða króna. Talsmenn FÍB hafa lýst áhyggjum sínum af því að þetta veggjald geti orðið mikið hærra en í Hvalfjarðargöngunum. Líkurnar fyrir því að umferð í gegnum göngin undir Vaðlaheiði verði um 4.000 bílar á sólarhring eru einn á móti tíu milljónum. Eitt þúsund króna veggjald stendur aldrei undir launum starfsmanns án þess að umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng verði 9.000 ökutæki á dag. Öll rök mæla með því að óhjákvæmilegt sé að framkvæmdir við Norðfjarðargöng skuli hefjast 2012 hvort sem hætt verður við Vaðlaheiðargöng eða ekki. Viðurkennt er af mörgum fyrrverandi þingmönnum Norðlendinga að veggöngin undir Vaðlaheiði hefði frekar átt að ákveða á undan jarðgangagerðinni í Héðinsfirði árið 1995 í tíð Halldórs Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hart er deilt um hvort arðsemi verði af Vaðlaheiðargöngum á meðan verið er að reikna allar tölur upp á nýtt miðað við breyttar forsendur. Bent hefur verið á að fyrri arðsemisútreikningar vegna jarðganganna undir heiðina standi á veikum grunni. Þá var gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostnaði og enn meiri umferð. Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga í Norðausturkjördæmi kunna vel til verka þegar þeir berjast gegn fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir um grjóthrunið í Oddskarðsgöngunum. Takmörk eru fyrir því hversu hátt veggjald á hvern bíl má innheimta þegar hafður er í huga heildarfjöldi ökutækja sem fer um Víkurskarðið á sólarhring. Hjá fyrrverandi og núverandi landsbyggðarþingmönnum fást engin svör þegar spurt er hvort sala ríkiseigna sem átti að fjármagna Dýrafjarðar-, Fáskrúðsfjarðar- og Héðinsfjarðargöng hafi snúist upp í pólitískan skrípaleik. Fyrir tæpum tólf árum lýsti Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, því yfir í fjölmiðlum að öll þessi jarðgöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000 yrðu fjármögnuð með sölu ríkiseigna. Samhliða Vaðlaheiðargöngum telur meirihluti Norðlendinga sem snerist gegn jarðgangagerðinni í Héðinsfirði þetta sama ár að veggöng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal styrki byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar enn betur sem öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Margir þingmenn innan stjórnarflokkanna treysta því ekki að fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng standi undir sér með innheimtu veggjalda. Brýnustu vegaframkvæmdirnar sem ættu að vera á undan jarðgöngunum undir heiðina gegnt Akureyri eru Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng og veggöng undir Fjarðarheiði. Fyrr getur viðkomustaður Norrænu aldrei fengið örugga vegtengingu við Egilsstaði og Fljótsdalshérað á meðan Seyðfirðingar sitja uppi með snjóþungan veg í 640 m hæð á illviðrasömu svæði sem fær héðan af engar undanþágur frá hertum öryggiskröfum ESB. Umræða um forgangsröðun jarðganga má ekki snúast upp í illvíga hreppapólitík og kjördæmapot á landsbyggðinni. Stór hópur þingmanna í báðum stjórnarflokkunum vill fá tryggingu fyrir því að arðsemi verði af fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum áður en ákvörðun er tekin um þessa vegaframkvæmd. Í samgöngunefnd Alþingis eru efasemdir um að rekstur ganganna geti staðið undir endurgreiðslum og vöxtum. Í kjölfarið getur ríkissjóður fengið skellinn sem skattgreiðendunum yrði fljótlega refsað fyrir með stórauknum álögum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem telur þessi veggöng undir Vaðlaheiði ótímabær skal svara því hvort ekki sé heppilegra að hefja fyrst framkvæmdir við Norðfjarðargöng og síðar Dýrafjarðargöng sem upphaflega voru ákveðin í öðrum áfanga á eftir Héðinsfjarðargöngum. Óvissa um arðsemi Vaðlaheiðarganga réttlætir ekki að slæmt ástand í samgöngumálum Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og á sunnanverðum Vestfjörðum víki fyrir þessari einkaframkvæmd. Á Eyjafjarðarsvæðinu, í sveitunum austan Vaðlaheiðar og víðar er vonlaust að kveða niður allar efasemdir um að þessi veggöng undir heiðina standi undir sér með innheimtu vegtolla á hvern bíl. Yfir sumarmánuðina fara um Víkurskarð á bilinu 1.200-1.500 bílar á sólarhring. Allir þingmenn Norðausturkjördæmis vita ósköp vel að þessir vegtollar breyta engu þótt umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng yrði um 2.500-3.000 bílar á dag fari svo að þessi jarðgöng verði nú dýrari en Héðinsfjarðargöngin sem kostuðu 12 milljarða króna. Talsmenn FÍB hafa lýst áhyggjum sínum af því að þetta veggjald geti orðið mikið hærra en í Hvalfjarðargöngunum. Líkurnar fyrir því að umferð í gegnum göngin undir Vaðlaheiði verði um 4.000 bílar á sólarhring eru einn á móti tíu milljónum. Eitt þúsund króna veggjald stendur aldrei undir launum starfsmanns án þess að umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng verði 9.000 ökutæki á dag. Öll rök mæla með því að óhjákvæmilegt sé að framkvæmdir við Norðfjarðargöng skuli hefjast 2012 hvort sem hætt verður við Vaðlaheiðargöng eða ekki. Viðurkennt er af mörgum fyrrverandi þingmönnum Norðlendinga að veggöngin undir Vaðlaheiði hefði frekar átt að ákveða á undan jarðgangagerðinni í Héðinsfirði árið 1995 í tíð Halldórs Blöndal þáverandi samgönguráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar