Beint lýðræði á Íslandi 1. desember 2011 06:00 Lýðræðishallinn á Íslandi birtist í því m.a. að þegar kjörnir fulltrúar setjast í stóla sína, þá gleyma þeir kosningaloforðum sínum. Við verðum að finna nýjar leiðir til þess að kveikja áhuga almennings til stjórnmálaþátttöku. Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill þróa beint lýðræði á Íslandi og tryggja skattgreiðendum aðgang að nýjustu upplýsingum á ódýran og öruggan hátt. Þátttöku í stjórnmálum verður að gera eins auðvelda fyrir almenning og finna verður tæknilegar leiðir til þess að fá sem flesta til að taka þátt. Traust almennings á stjórnvöldum hefur minnkað jafnt og þétt síðustu áratugi og er nú í sögulegu lágmarki, en 90% kjósenda treysta ekki Alþingi. Besta leiðin að aukinni þjóðfélagssátt, betri stjórnmálaumræðu og réttlátara samfélagi er að auka vægi beins lýðræðis og gera lýðræðisþátttöku auðveldari. Það eru 5% almennings sem taka virkan þátt í stjórnmálum í heimalöguðu kerfi, en við verðum að gera betur og sníða pólitíska kerfið að hinum 95% sem vilja láta sig pólitík varða, þó ekki nema væri bara stundum. Íslendingar kippa sér ekki upp við að koma upp allskyns aðstöðu fyrir áhugafólk t.d. fótbolta- og golfvöllum o.s.frv. sem er ekki eingöngu ætlað fyrir atvinnumenn og gætu Íslendingar farið eins að, þ.e. að færa stjórnmálin nær fólkinu. Til þess að leysa þetta mætti vopna alla kosningabæra landsmenn með spjaldtölvum. Ávinningurinn með því að virkja landsmenn með spjaldtölvum í þjóðfélagsumræðuna er margvíslegur fyrir utan augljóst kostnaðaraðhald. Þjóðfélag okkar þarfnast þátttöku almennings vegna mikilvægra málefna sem eru að hrjá þjóðfélagið í dag eins og efnahagslífið, félagslega kerfið og umhverfið o.s.frv. Hafa mætti rafrænar kosningar t.d. í félög, sveitarfélög, stjórnir lífeyrissjóða og verkalýðsfélög og síðast en ekki síst þjóðaratkvæðagreiðslur, eins oft og þarf. Íslendingar hafa nú þegar komið sér upp rafrænum skilríkjum sem tryggir persónuvernd. Rafræn skilríki bjóða upp á mikið hagræði og sparnað sem einfaldar aðgengi og eykur öryggi í samskiptum. Verslun og viðskipti, samskipti- og upplýsingaöflun, dreifing mynda, bóka og tónlistar á netinu hefur gjörbreytt lífi fólks. Heimurinn er við fingurgómana á neytandanum. Apple, Facebook, Twitter, Google, Amazon, Skype, Ebay o.s.frv. hafa gjörbylt heimsmenningunni og umgengnisháttum. Sjóndeildarhringur einstaklinga, samskipti manna og þjóða er að gjörbreytast og til verða ný svið í viðskiptum og dreifingu fjölbreyttrar menningar. Forstjóri Google, Eric Schmidt, vill meina að framtíðarþróun internetsins komi til með að halda ríkisstjórnum við efnið, þar sem almenningur sé að tileinka sér notkun og tækifæri netsins og nýti þetta nýja vald til þess að kanna rétt sinn. Hann segir: „Á meðal þjóða og smærri samfélaga á jörðinni er fólkið að snúa sér að internetinu til þess að halda ríkisstjórnum heiðarlegum. Uppljóstranir hafa aldrei verið auðveldari.“ 52% af íbúum heimsins eru undir 30 ára að aldri og það er þessi aldurshópur sem kemur til með að hafa meiri áhrif en menn grunar í framtíðinni, en þessi aldurshópur er einmitt sá hópur sem notar netið mest. Þessi aldurshópur er á netinu alla daga, þar er hægt að ná til þeirra, því þar tala þau saman. Þessi hópur deilir hugmyndum, menningu, „apps“ (viðeiganleika/notendatækni) sín á milli. Schmidt bætir því við að frekari aðlögun, aðgengi og notkun internetsins komi til með að skapa tvo heima – raunveruleikaheim þar sem ríkið stjórnar sínum þegnum og sýndarveruleikaheim þar sem almenningur getur haft áhrif. Ekki er síður mikilvægt að við berum gæfu til að nýta tæknina til aukins félagslegs jafnréttis og til eflingar íslenskrar tungu og menningar. Internetið er yfirfullt af erlendu efni af misjafnri gerð og verðum við að halda vöku okkar fyrir óæskilegu efni sem fylgir ótakmörkuðum aðgangi að upplýsingum og nota öll tiltæk ráð í það að stöðva ólöglegt efni. Mikilvægt er að huga vel að menningarlegri og félagslegri hlið þeirra breytinga sem upplýsingasamfélagið býður upp á. Þátttöku allra þjóðfélagsþegna verður að tryggja og virkja í okkar nýju samfélagsgerð svo ekki myndist tveir hópar, þeir sem nota tölvur og nýjustu tækni og svo þeir sem ekki tileinka sér það. Hagvöxtur framtíðarinnar byggir á hátækni, hraða, aðgangi að upplýsingum og hæfileikum til að nýta þær. Netið er stærsta fræðslu- og upplýsingastofnun veraldar. Stjórnmálaumræða framtíðarinnar mun fara fram í netheimum. Frí þráðlaus nettenging og háhraðanet verður að vera í þéttbýliskjörnum. Þetta er framtíðin og Íslendingar með eitt elsta löggjafarþing veraldar eiga að vera brautryðjendur í þróun beins lýðræðis í heiminum. Allt sem til þarf er hugdjörf framtíðarsýn og vilji til verks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðishallinn á Íslandi birtist í því m.a. að þegar kjörnir fulltrúar setjast í stóla sína, þá gleyma þeir kosningaloforðum sínum. Við verðum að finna nýjar leiðir til þess að kveikja áhuga almennings til stjórnmálaþátttöku. Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill þróa beint lýðræði á Íslandi og tryggja skattgreiðendum aðgang að nýjustu upplýsingum á ódýran og öruggan hátt. Þátttöku í stjórnmálum verður að gera eins auðvelda fyrir almenning og finna verður tæknilegar leiðir til þess að fá sem flesta til að taka þátt. Traust almennings á stjórnvöldum hefur minnkað jafnt og þétt síðustu áratugi og er nú í sögulegu lágmarki, en 90% kjósenda treysta ekki Alþingi. Besta leiðin að aukinni þjóðfélagssátt, betri stjórnmálaumræðu og réttlátara samfélagi er að auka vægi beins lýðræðis og gera lýðræðisþátttöku auðveldari. Það eru 5% almennings sem taka virkan þátt í stjórnmálum í heimalöguðu kerfi, en við verðum að gera betur og sníða pólitíska kerfið að hinum 95% sem vilja láta sig pólitík varða, þó ekki nema væri bara stundum. Íslendingar kippa sér ekki upp við að koma upp allskyns aðstöðu fyrir áhugafólk t.d. fótbolta- og golfvöllum o.s.frv. sem er ekki eingöngu ætlað fyrir atvinnumenn og gætu Íslendingar farið eins að, þ.e. að færa stjórnmálin nær fólkinu. Til þess að leysa þetta mætti vopna alla kosningabæra landsmenn með spjaldtölvum. Ávinningurinn með því að virkja landsmenn með spjaldtölvum í þjóðfélagsumræðuna er margvíslegur fyrir utan augljóst kostnaðaraðhald. Þjóðfélag okkar þarfnast þátttöku almennings vegna mikilvægra málefna sem eru að hrjá þjóðfélagið í dag eins og efnahagslífið, félagslega kerfið og umhverfið o.s.frv. Hafa mætti rafrænar kosningar t.d. í félög, sveitarfélög, stjórnir lífeyrissjóða og verkalýðsfélög og síðast en ekki síst þjóðaratkvæðagreiðslur, eins oft og þarf. Íslendingar hafa nú þegar komið sér upp rafrænum skilríkjum sem tryggir persónuvernd. Rafræn skilríki bjóða upp á mikið hagræði og sparnað sem einfaldar aðgengi og eykur öryggi í samskiptum. Verslun og viðskipti, samskipti- og upplýsingaöflun, dreifing mynda, bóka og tónlistar á netinu hefur gjörbreytt lífi fólks. Heimurinn er við fingurgómana á neytandanum. Apple, Facebook, Twitter, Google, Amazon, Skype, Ebay o.s.frv. hafa gjörbylt heimsmenningunni og umgengnisháttum. Sjóndeildarhringur einstaklinga, samskipti manna og þjóða er að gjörbreytast og til verða ný svið í viðskiptum og dreifingu fjölbreyttrar menningar. Forstjóri Google, Eric Schmidt, vill meina að framtíðarþróun internetsins komi til með að halda ríkisstjórnum við efnið, þar sem almenningur sé að tileinka sér notkun og tækifæri netsins og nýti þetta nýja vald til þess að kanna rétt sinn. Hann segir: „Á meðal þjóða og smærri samfélaga á jörðinni er fólkið að snúa sér að internetinu til þess að halda ríkisstjórnum heiðarlegum. Uppljóstranir hafa aldrei verið auðveldari.“ 52% af íbúum heimsins eru undir 30 ára að aldri og það er þessi aldurshópur sem kemur til með að hafa meiri áhrif en menn grunar í framtíðinni, en þessi aldurshópur er einmitt sá hópur sem notar netið mest. Þessi aldurshópur er á netinu alla daga, þar er hægt að ná til þeirra, því þar tala þau saman. Þessi hópur deilir hugmyndum, menningu, „apps“ (viðeiganleika/notendatækni) sín á milli. Schmidt bætir því við að frekari aðlögun, aðgengi og notkun internetsins komi til með að skapa tvo heima – raunveruleikaheim þar sem ríkið stjórnar sínum þegnum og sýndarveruleikaheim þar sem almenningur getur haft áhrif. Ekki er síður mikilvægt að við berum gæfu til að nýta tæknina til aukins félagslegs jafnréttis og til eflingar íslenskrar tungu og menningar. Internetið er yfirfullt af erlendu efni af misjafnri gerð og verðum við að halda vöku okkar fyrir óæskilegu efni sem fylgir ótakmörkuðum aðgangi að upplýsingum og nota öll tiltæk ráð í það að stöðva ólöglegt efni. Mikilvægt er að huga vel að menningarlegri og félagslegri hlið þeirra breytinga sem upplýsingasamfélagið býður upp á. Þátttöku allra þjóðfélagsþegna verður að tryggja og virkja í okkar nýju samfélagsgerð svo ekki myndist tveir hópar, þeir sem nota tölvur og nýjustu tækni og svo þeir sem ekki tileinka sér það. Hagvöxtur framtíðarinnar byggir á hátækni, hraða, aðgangi að upplýsingum og hæfileikum til að nýta þær. Netið er stærsta fræðslu- og upplýsingastofnun veraldar. Stjórnmálaumræða framtíðarinnar mun fara fram í netheimum. Frí þráðlaus nettenging og háhraðanet verður að vera í þéttbýliskjörnum. Þetta er framtíðin og Íslendingar með eitt elsta löggjafarþing veraldar eiga að vera brautryðjendur í þróun beins lýðræðis í heiminum. Allt sem til þarf er hugdjörf framtíðarsýn og vilji til verks.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar