Boðar þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Búrma 2. desember 2011 00:00 Málin rædd Hillary Clinton snæddi kvöldverð með Aung San Suu Kyi á heimili háttsetts bandarísks erindreka í Rangoon í Búrma í gær, og mun eiga formlegan fund með henni í dag.Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Clinton kom í opinbera heimsókn til Búrma í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn háttsetts útsendara bandarískra stjórnvalda til Búrma í hálfa öld. Með heimsókninni segir hún Bandaríkin viðurkenna að herforingjastjórnin í landinu hafi á undanförnum árum gert mikilvægar breytingar í lýðræðisátt. Clinton sagði þó mikið vanta upp á hjá stjórnvöldum í landinu. Hún hvatti herforingjastjórnina til að hætta ofsóknum gegn minnihlutahópum, og slíta öll hernaðarleg tengsl landsins við Norður-Kóreu. „Einn pólitískur fangi er einum of mikið,“ sagði Clinton. Skömmu síðar hitti hún einn af frægustu pólitísku föngum samtímans, friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, Henni var sleppt úr stofufangelsi í fyrra eftir tveggja áratuga frelsisskerðingu. Clinton snæddi kvöldmat með Suu Kyi, og afhenti henni bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Clinton og Suu Kyi munu eiga formlegri fund í dag. Fyrr í gær átti Clinton fund með Thein Sein, forseta Búrma. Þar afhenti hún bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir áhuga á að styrkja tengsl landanna geri stjórnvöld í Burma nauðsynlegar umbætur í lýðræðisátt. Hún sagði samskipti landanna þó ekki komin á það stig að bandarísk stjórnvöld íhugi að aflétta viðskiptaþvingunum sem hafa verið í gildi áratugum saman. Bandarísk stjórnvöld muni þó verðlauna leiðtoga landsins fyrir frekari umbætur í lýðræðisátt. „Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar,“ sagði Clinton. Meðal þeirra tilslakana sem hún tilkynnti um í gær var að heimila aukið samstarf Búrma við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá sagði hún bandarísk stjórnvöld muna og beita sér fyrir því að verkefni Sameinuðu þjóðanna í Búrma sem snúa að heilbrigðismálum og baráttunni við eiturlyf verði efld. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Clinton kom í opinbera heimsókn til Búrma í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn háttsetts útsendara bandarískra stjórnvalda til Búrma í hálfa öld. Með heimsókninni segir hún Bandaríkin viðurkenna að herforingjastjórnin í landinu hafi á undanförnum árum gert mikilvægar breytingar í lýðræðisátt. Clinton sagði þó mikið vanta upp á hjá stjórnvöldum í landinu. Hún hvatti herforingjastjórnina til að hætta ofsóknum gegn minnihlutahópum, og slíta öll hernaðarleg tengsl landsins við Norður-Kóreu. „Einn pólitískur fangi er einum of mikið,“ sagði Clinton. Skömmu síðar hitti hún einn af frægustu pólitísku föngum samtímans, friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, Henni var sleppt úr stofufangelsi í fyrra eftir tveggja áratuga frelsisskerðingu. Clinton snæddi kvöldmat með Suu Kyi, og afhenti henni bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Clinton og Suu Kyi munu eiga formlegri fund í dag. Fyrr í gær átti Clinton fund með Thein Sein, forseta Búrma. Þar afhenti hún bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir áhuga á að styrkja tengsl landanna geri stjórnvöld í Burma nauðsynlegar umbætur í lýðræðisátt. Hún sagði samskipti landanna þó ekki komin á það stig að bandarísk stjórnvöld íhugi að aflétta viðskiptaþvingunum sem hafa verið í gildi áratugum saman. Bandarísk stjórnvöld muni þó verðlauna leiðtoga landsins fyrir frekari umbætur í lýðræðisátt. „Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar,“ sagði Clinton. Meðal þeirra tilslakana sem hún tilkynnti um í gær var að heimila aukið samstarf Búrma við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá sagði hún bandarísk stjórnvöld muna og beita sér fyrir því að verkefni Sameinuðu þjóðanna í Búrma sem snúa að heilbrigðismálum og baráttunni við eiturlyf verði efld. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira