Ný náttúruverndarólög 2. desember 2011 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að utanvegaakstur er alls ekki stórt vandamál þó almenningi sé reynt að telja trú um það. Meira að segja Umhverfisráðuneytið sjálft hefur sagt að dregið hafi úr utanvegaakstri (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1700) og það án kortagrunns. Í ljósi þessa og þess að unnið er að heildarendurskoðun náttúruverndarlaganna (Hvítbók), hversvegna liggur þá svona á að leggja þetta frumvarp fram?. Það hefur verið viðurkennt að það geti tekið um áratug að kortleggja leiðir á landinu. Hvað liggur þá á? Getur verið að umhverfisráðherran sé vísvitandi að leggja þetta frumvarp fram gegn þeim frjálsu ferðamönnum sem hafa gagnrýnt hana í þessum málum? Hverjar verða afleiðingar þess að hafa kortagrunn um akstursleiðir á landinu? Ég sé fyrir mér nokkrar: l Ekki er endilega víst að fleiri verði teknir við akstur utan vega, því ekki er nóg að búa til kortagrunn til að fleiri verði „gómaðir“. l Ekki er líklegt að dragi úr utanvegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til húsmæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er. l Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. l Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppáhaldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utanvegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utanvegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breytir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaaksturs – viljum við hafa það svoleiðis ? l Leiðir sem hafa lítið verið farnar og þannig verndaðar, verða allt í einu öllum þekktar á korti og hætta á að umferð aukist með tilheyrandi raski og óþarfa tjóni á náttúrunni. Hvað er þá til ráða í því að útrýma skemmdum sem verða á náttúru vegna umferðar utan vega? Jú það eru nokkur atriði sem liggja beint við, hægt að fara í strax og nýta í það hluta þeirra fjármuna sem eiga að að fara í gerð kortagrunns: l Fræðsla, fræðsla og fræðsla l Aukin fræðsla til erlendra ferðamanna sem eru að koma til landsins l Aukin fræðsla til Íslendinga sjálfra í gegnum skólakerfið, ökukennslu, Landsbjörgu, fjölmiðla o.s.frv. l Stuðningur við félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn slíkum skemmdum. Viljum við búa í samfélagi þar sem allt er bannað, nema það sem sérstaklega er leyft? Eða viljum við búa í samfélagi þar sem frelsi ríkir, virðing er fyrir náttúrunni og náunganum og fólk er upplýst um hvernig best er að haga sínum ferðum til að afkomendur okkar fái einnig notið þess á sambærilegan hátt um ókomnar aldir? Ég skora á alþingismenn að hafa vit fyrir umhverfisráðherranum og fella þetta frumvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að utanvegaakstur er alls ekki stórt vandamál þó almenningi sé reynt að telja trú um það. Meira að segja Umhverfisráðuneytið sjálft hefur sagt að dregið hafi úr utanvegaakstri (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1700) og það án kortagrunns. Í ljósi þessa og þess að unnið er að heildarendurskoðun náttúruverndarlaganna (Hvítbók), hversvegna liggur þá svona á að leggja þetta frumvarp fram?. Það hefur verið viðurkennt að það geti tekið um áratug að kortleggja leiðir á landinu. Hvað liggur þá á? Getur verið að umhverfisráðherran sé vísvitandi að leggja þetta frumvarp fram gegn þeim frjálsu ferðamönnum sem hafa gagnrýnt hana í þessum málum? Hverjar verða afleiðingar þess að hafa kortagrunn um akstursleiðir á landinu? Ég sé fyrir mér nokkrar: l Ekki er endilega víst að fleiri verði teknir við akstur utan vega, því ekki er nóg að búa til kortagrunn til að fleiri verði „gómaðir“. l Ekki er líklegt að dragi úr utanvegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til húsmæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er. l Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. l Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppáhaldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utanvegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utanvegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breytir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaaksturs – viljum við hafa það svoleiðis ? l Leiðir sem hafa lítið verið farnar og þannig verndaðar, verða allt í einu öllum þekktar á korti og hætta á að umferð aukist með tilheyrandi raski og óþarfa tjóni á náttúrunni. Hvað er þá til ráða í því að útrýma skemmdum sem verða á náttúru vegna umferðar utan vega? Jú það eru nokkur atriði sem liggja beint við, hægt að fara í strax og nýta í það hluta þeirra fjármuna sem eiga að að fara í gerð kortagrunns: l Fræðsla, fræðsla og fræðsla l Aukin fræðsla til erlendra ferðamanna sem eru að koma til landsins l Aukin fræðsla til Íslendinga sjálfra í gegnum skólakerfið, ökukennslu, Landsbjörgu, fjölmiðla o.s.frv. l Stuðningur við félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn slíkum skemmdum. Viljum við búa í samfélagi þar sem allt er bannað, nema það sem sérstaklega er leyft? Eða viljum við búa í samfélagi þar sem frelsi ríkir, virðing er fyrir náttúrunni og náunganum og fólk er upplýst um hvernig best er að haga sínum ferðum til að afkomendur okkar fái einnig notið þess á sambærilegan hátt um ókomnar aldir? Ég skora á alþingismenn að hafa vit fyrir umhverfisráðherranum og fella þetta frumvarp.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun