Fjárlögin 2012 og bætur – er breytinga að vænta? 2. desember 2011 06:00 Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á. Nú er annarri umræðu um fjárlögin lokið og það stefnir í að örorkubætur hækki einungis um 3,5% á næsta ári sem er til samræmis við almennar launabreytingar samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA en ekki til samræmis við krónutöluhækkun lægstu taxta sem munu hækka þann 2. febrúar á næsta ári um 11.000 kr. Ef lífeyrisþegar fengju sambærilega hækkun ættu bætur að hækka að lágmarki um þá upphæð eða um 6,5%. Jákvæð breyting á fjárlögumÞessu til viðbótar var útlit fyrir að ýmsir bótaflokkar myndu ekki hækka sem tilheyra lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð en um er að ræða greiðslur til að mæta kostnaði, sem í mörgum tilvikum, tengist börnum og fjölskyldum þeirra. ÖBÍ mótmælti harðlega fyrirhuguðum skerðingum í kjölfar aðalstjórnarfundar bandalagsins þann 23. nóvember síðastliðinn, á fundi daginn eftir með velferðarráðherra og á fundi með velferðarnefnd Alþingis. Bréf var sent öllum alþingismönnum um málið undir yfirskriftinni Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Málið var endurskoðað og þegar annarri umræðu um fjárlögin var lokið varð niðurstaðan sú að nú er gert ráð fyrir að eftirtaldir bótaflokkar hækki um 3,5% þann 1. janúar nk. sem er jákvæð breyting á fjárlögum: l Mæðra- og feðralaun l Umönnunargreiðslur l Meðlagsgreiðslur l Barnalífeyrir l Barnalífeyrir vegna náms l Uppbætur vegna reksturs bifreiða Frysting á frítekjumörkumEkki hefur tekist að telja ráðamönnum hughvarf varðandi frystingu frítekjumarka lífeyrisþega og verða þau fryst þriðja árið í röð sem þýðir enn meiri lækkun á ráðstöfunartekjum fjölda manns á næsta ári. Þessi staðreynd gerir það að verkum að margir munu ekki fá þá hækkun sem þeir réttilega ættu að fá þar sem bætur munu skerðast á móti ef fólk er með einhverjar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Lágar tekjurTil upplýsinga þá fá þeir öryrkjar í dag sem búa einir 196.140 kr. á mánuði fyrir skatt (167.165 eftir skatt) en meirihluti örorkulífeyrisþega, þeir sem búa með öðrum fullorðnum, fær einungis 169.030 kr. fyrir skatt (150.170 eftir skatt). Þessi upphæð er mun lægri en lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu sem er 182.000 kr. á mánuði sem sárafáir launþegar eru með. Hluti af greiðslum almannatrygginga til öryrkja er bótaflokkurinn, „sérstök framfærsluuppbót“, og er hann án frítekjumarks sem þýðir að fólk lendir í fátæktargildru þar sem allar skattskyldar tekjur skerða krónu á móti krónu. Sem dæmi þá skerða örfáar krónur í fjármagnstekjur á mánuði á debetkortareikningi bótaflokkinn krónu á móti krónu. Um þriðjungur öryrkja fær þennan bótaflokk að einhverju leyti en örfáir eru með hann óskertan eða innan við 2% öryrkja. Vert er að hafa í huga að öryrkjar hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir á kostnaði við heilbrigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi að hafa 15-30% hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðiskostnaður er hár. Orð skulu standaMinnt er á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. ÖBÍ gerir þá lágmarkskröfu að greiðslur til öryrkja á næsta ári hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga, enda ber stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið ef ekki verður komist hjá niðurskurði. Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á. Nú er annarri umræðu um fjárlögin lokið og það stefnir í að örorkubætur hækki einungis um 3,5% á næsta ári sem er til samræmis við almennar launabreytingar samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA en ekki til samræmis við krónutöluhækkun lægstu taxta sem munu hækka þann 2. febrúar á næsta ári um 11.000 kr. Ef lífeyrisþegar fengju sambærilega hækkun ættu bætur að hækka að lágmarki um þá upphæð eða um 6,5%. Jákvæð breyting á fjárlögumÞessu til viðbótar var útlit fyrir að ýmsir bótaflokkar myndu ekki hækka sem tilheyra lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð en um er að ræða greiðslur til að mæta kostnaði, sem í mörgum tilvikum, tengist börnum og fjölskyldum þeirra. ÖBÍ mótmælti harðlega fyrirhuguðum skerðingum í kjölfar aðalstjórnarfundar bandalagsins þann 23. nóvember síðastliðinn, á fundi daginn eftir með velferðarráðherra og á fundi með velferðarnefnd Alþingis. Bréf var sent öllum alþingismönnum um málið undir yfirskriftinni Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Málið var endurskoðað og þegar annarri umræðu um fjárlögin var lokið varð niðurstaðan sú að nú er gert ráð fyrir að eftirtaldir bótaflokkar hækki um 3,5% þann 1. janúar nk. sem er jákvæð breyting á fjárlögum: l Mæðra- og feðralaun l Umönnunargreiðslur l Meðlagsgreiðslur l Barnalífeyrir l Barnalífeyrir vegna náms l Uppbætur vegna reksturs bifreiða Frysting á frítekjumörkumEkki hefur tekist að telja ráðamönnum hughvarf varðandi frystingu frítekjumarka lífeyrisþega og verða þau fryst þriðja árið í röð sem þýðir enn meiri lækkun á ráðstöfunartekjum fjölda manns á næsta ári. Þessi staðreynd gerir það að verkum að margir munu ekki fá þá hækkun sem þeir réttilega ættu að fá þar sem bætur munu skerðast á móti ef fólk er með einhverjar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Lágar tekjurTil upplýsinga þá fá þeir öryrkjar í dag sem búa einir 196.140 kr. á mánuði fyrir skatt (167.165 eftir skatt) en meirihluti örorkulífeyrisþega, þeir sem búa með öðrum fullorðnum, fær einungis 169.030 kr. fyrir skatt (150.170 eftir skatt). Þessi upphæð er mun lægri en lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu sem er 182.000 kr. á mánuði sem sárafáir launþegar eru með. Hluti af greiðslum almannatrygginga til öryrkja er bótaflokkurinn, „sérstök framfærsluuppbót“, og er hann án frítekjumarks sem þýðir að fólk lendir í fátæktargildru þar sem allar skattskyldar tekjur skerða krónu á móti krónu. Sem dæmi þá skerða örfáar krónur í fjármagnstekjur á mánuði á debetkortareikningi bótaflokkinn krónu á móti krónu. Um þriðjungur öryrkja fær þennan bótaflokk að einhverju leyti en örfáir eru með hann óskertan eða innan við 2% öryrkja. Vert er að hafa í huga að öryrkjar hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir á kostnaði við heilbrigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi að hafa 15-30% hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðiskostnaður er hár. Orð skulu standaMinnt er á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. ÖBÍ gerir þá lágmarkskröfu að greiðslur til öryrkja á næsta ári hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga, enda ber stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið ef ekki verður komist hjá niðurskurði. Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð?
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun