Er þörf á stjórnarskrárákvæði um stöðu þjóðaréttar? 2. desember 2011 06:00 Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun