

Erfðabreytt matvæli og afneitun áhættunnar
Stofnunin hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir gallaðar aðferðir og skort á sjálfstæði. Samkvæmt athugun Corporate Europe Observatory, sem notar viðmið OECD, höfðu meir en helmingur (12 af 21) fulltrúa í sérfræðiráði EFSA um erfðabreyttar lífverur hagsmunatengsl við líftækniiðnaðinn þegar ráðið tók hina umdeildu ákvörðun 2009 um að mæla með ræktun á erfðabreyttum kartöflum. Ungverjaland hefur nú stefnt ESB fyrir Evrópudómstólinn fyrir að leyfa ræktun erfðabreyttra kartaflna á grundvelli gallaðs áhættumats. Austurríki, Lúxembúrg, Pólland og Frakkland gerðust aðilar að kærunni.
Jón kvartar undan því að Greenpeace hafi fjármagnað rannsóknir Seralini o.fl. sem ég vísaði til. Hér fatast Jóni því hann ruglar saman tveimur aðgreindum rannsóknarverkefnum. Sænska landbúnaðarstofnunin ásamt Greenpeace o.fl. fóru í mál fyrir þýskum rétti til að knýja Monsanto til þess að opinbera gögn sem fyrirtækið beitti til að fá ræktunarleyfi á Bt-maís í Evrópu. Eftir sigur í því máli bauðst Greenpeace til að styrkja vísindalega úttekt á þessum gögnum. Seralini var falið að stýra henni sakir sjálfstæðis hans, þekkingar og hæfni á sviði sameindalíffræði.
Jón lætur ekki þar við sitja og spyr hvort stuðningur Greenpeace við rannsóknina „hafi haft áhrif á niðurstöður Seralini o.fl.“ Gættu þín Jón að herma nú ekki um of eftir hegðun líftækniiðnaðarins sem þú segist ekki vilja láta spyrða þig við. Franski líftækniiðnaðurinn undir forystu Marc Fellous, forseta franska plöntulíftæknisambandsins, hleypti af stokkunum herferð til ófrægingar á Seralini, sem brást við með því að höfða meiðyrðamál á hendur Fellous fyrir frönskum rétti. Seralini vann málið í janúar á þessu ári.
Umkvörtun Jóns um endurtekin ósannindi ætti hann fremur að beina til líftækniiðnaðarins í stað þess að beina henni að mér. Ekki er rúm til umfjöllunar um allar staðhæfingar sem iðnaðurinn hamrar á um erfðabreyttar afurðir og reynst hafa ósannar. Ein slík síbylja er að erfðabreyttar plöntur dragi úr eiturefnanotkun. Svonefndar Ht-plöntur eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola eiturefni svo unnt sé að eyða samkeppni frá illgresi og öðrum plöntum. Svonefndar Bt-plöntur eru þær sem erfðabreytt var til að framleiða Bt-eitur sem drepur skordýr sem sækja í viðkomandi plöntur.
Eftir því sem illgresi myndar ónæmi fyrir illgresiseyði og skordýr verða ónæmari fyrir Bt-eitri þurfa bændur að grípa til meiri og öflugri eiturefna til að ráða niðurlögum ofurillgresis og ofurskordýra.
Rannsóknir Dr. C. Benbrook staðfesta, á grundvelli opinberra talnagagna, að ræktun erfðabreyttra plantna hefur haft í för með sér gríðarlegra aukningu á eiturefnanotkun í bandarískum landbúnaði. Þannig er talið að eiturefnanotkun hafi verið 144.000 tonnum meiri á fyrstu 13 árum erfðabreyttrar ræktunar (1996-2008) en verið hefði, ef erfðabreyttar Ht- og Bt-plöntur hefðu ekki verið ræktaðar. Á þeim tíma var árleg aukning á notkun glyphosates (illgresiseiturs) 18% í bómullarrækt, 10% í sojaræktun og 4% í maísræktun.
Ræktun erfðabreyttra lífvera hefur aukið eiturefnanotkun sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu. Rannsókn sem gerð var á vegum Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada greindi þrjár tegundir eiturefna sem tengjast ræktun erfðabreyttra plantna í blóðsermi kvenna. Glyphosate og gluphosinate sem notuð eru til illgresiseyðingar í ræktun Ht-plantna og Bt-eitur úr Bt-plöntum fundust í blóðsermi óþungaðra kvenna. Þá fannst Bt-eitur í blóðsermi ófrískra kvenna og fóstra þeirra.
Þetta varpar skugga á áhættumat EFSA sem jafnan hefur haldið því fram að Bt-eiturprótein brotni niður við meltingu erfðabreyttra matvæla. Kanadíska rannsóknin bendir til þess að próteinið í heild, ekki bara brot af DNA, komist í gegnum meltingarveginn og inn í blóðið. Nú er mikilvægt að EFSA endurskoði aðferðir sínar við áhættumat og að sjálfstæðir vísindamenn verði fengnir til að rannsaka heilsufarsáhrif þess að glyphosate, glufosinate og Bt-eitur berist í blóð neytenda.
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar