Á slóð guðseindarinnar 14. desember 2011 00:30 róteindaárekstur Þessi mynd frá CERN sýnir ummerki um hegðun og hreyfingu öreinda í kjölfar árekstrar tveggja róteinda. Vísindamenn CERN leita nú að ummerkjum um Higgs-bóseindina.Fréttablaðið/AP Vísindamenn við sterkeindahraðal evrópsku kjarnorkurannsóknastöðvarinnar (CERN) á landamærum Sviss og Frakklands hafa fundið forvitnilegar vísbendingar um tilvist Higgs-bóseindarinnar. Um er að ræða helsta markmið dýrustu vísindatilraunar allra tíma en vísindamennirnir vonast til þess að geta svarað spurningunni um tilvist hennar að fullu á næsta ári. Sterkeindahraðallinn hefur verið keyrður með sífellt meiri orku síðustu mánuði og hefur nú tekist að þrengja verulega það orkubil sem eindin kann að leynast á. Þá hafa fundist vísbendingar um hana á ákveðnum gildum bilsins þótt þær nægi ekki til að kveða upp stóradóm. Í sterkeindahraðlinum er framkallaður árekstur róteinda við gríðarlega mikla orku. Vandinn við leitina að Higgs-bóseindinni er að samkvæmt fræðunum verður hún ekki til nema í litlum hluta árekstra. Því meiri orka sem er notuð, því líklegra er hins vegar að hún myndist. Higgs-bóseindin er öreind en eðlisfræðingar spáðu fyrir um tilvist hennar fyrir nærri 50 árum. Síðan hefur staðið yfir leit að vísbendingum um tilvist hennar en án árangurs. Einn helsti hvatinn að byggingu sterkeindahraðals CERN var að þar var um að ræða tæki sem var talið geta svarað spurningunni um tilvist eindarinnar fyrir fullt og allt. Higgs-bóseindin sjálf er raunar ekki sérlega áhugaverð. Hún er einungis áhugaverð að því leyti að tilvist hennar myndi sanna tilvist hins ósýnilega Higgs orkusviðs sem er talið fylla alheiminn. Ekki er hins vegar hægt að nema orkusviðið sjálft þannig að vísindamenn leita heldur að einkenniseind sviðsins sem er Higgs-bóseindin. Samkvæmt staðallíkani öreindafræðinnar ferðuðust massalausar öreindir um alheiminn á ljóshraða fyrstu örsekúndu tilveru hans. Þá kviknaði á Higgs-orkusviðinu sem gerði það að verkum að það hægðist á sumum, en ekki öllum, eindanna sem fengu í leiðinni massa. Þetta gerði þeim eindum svo aftur mögulegt að tengjast og mynda þær frum- og sameindir sem allt efni alheimsins er búið til úr. Án orkusviðsins er eðlisfræðingum vandi á höndum því það hefði í för með sér að þeir hefðu ekki skýringu á því af hverju öreindir ferðast ekki allar massalausar á ljóshraða um alheiminn. Þar með væri komin stór gloppa í staðallíkan eðlisfræðinnar og ljóst að menn þyrftu að leita annað að svörum við mörgum áhugaverðustu spurningum vísindanna. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Vísindamenn við sterkeindahraðal evrópsku kjarnorkurannsóknastöðvarinnar (CERN) á landamærum Sviss og Frakklands hafa fundið forvitnilegar vísbendingar um tilvist Higgs-bóseindarinnar. Um er að ræða helsta markmið dýrustu vísindatilraunar allra tíma en vísindamennirnir vonast til þess að geta svarað spurningunni um tilvist hennar að fullu á næsta ári. Sterkeindahraðallinn hefur verið keyrður með sífellt meiri orku síðustu mánuði og hefur nú tekist að þrengja verulega það orkubil sem eindin kann að leynast á. Þá hafa fundist vísbendingar um hana á ákveðnum gildum bilsins þótt þær nægi ekki til að kveða upp stóradóm. Í sterkeindahraðlinum er framkallaður árekstur róteinda við gríðarlega mikla orku. Vandinn við leitina að Higgs-bóseindinni er að samkvæmt fræðunum verður hún ekki til nema í litlum hluta árekstra. Því meiri orka sem er notuð, því líklegra er hins vegar að hún myndist. Higgs-bóseindin er öreind en eðlisfræðingar spáðu fyrir um tilvist hennar fyrir nærri 50 árum. Síðan hefur staðið yfir leit að vísbendingum um tilvist hennar en án árangurs. Einn helsti hvatinn að byggingu sterkeindahraðals CERN var að þar var um að ræða tæki sem var talið geta svarað spurningunni um tilvist eindarinnar fyrir fullt og allt. Higgs-bóseindin sjálf er raunar ekki sérlega áhugaverð. Hún er einungis áhugaverð að því leyti að tilvist hennar myndi sanna tilvist hins ósýnilega Higgs orkusviðs sem er talið fylla alheiminn. Ekki er hins vegar hægt að nema orkusviðið sjálft þannig að vísindamenn leita heldur að einkenniseind sviðsins sem er Higgs-bóseindin. Samkvæmt staðallíkani öreindafræðinnar ferðuðust massalausar öreindir um alheiminn á ljóshraða fyrstu örsekúndu tilveru hans. Þá kviknaði á Higgs-orkusviðinu sem gerði það að verkum að það hægðist á sumum, en ekki öllum, eindanna sem fengu í leiðinni massa. Þetta gerði þeim eindum svo aftur mögulegt að tengjast og mynda þær frum- og sameindir sem allt efni alheimsins er búið til úr. Án orkusviðsins er eðlisfræðingum vandi á höndum því það hefði í för með sér að þeir hefðu ekki skýringu á því af hverju öreindir ferðast ekki allar massalausar á ljóshraða um alheiminn. Þar með væri komin stór gloppa í staðallíkan eðlisfræðinnar og ljóst að menn þyrftu að leita annað að svörum við mörgum áhugaverðustu spurningum vísindanna. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira