Verð á veiðileyfum í laxveiðiár á Kólaskaga í Rússlandi verður 5 til 30 prósentum lægra næsta sumar en var í sumar sem leið. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
„Söluaðilar eru að aðlaga verð sín að breyttum kaupmætti viðskiptavina, sem að mestu koma frá Evrópu og Bretlandseyjum,“ segir svfr.is um ástæðu lækkunarinnar í Rússlandi. „Veiðileyfasalar þar í landi óttast verulega það efnahagslega umrót sem á sér stað beggja vegna Atlantshafsins.“
Leiga fyrir veiðirétt í nokkrum íslenskum ám hefur aftur á móti hækkað í nýlegum útboðum og veiðiréttareigendur hafa sagt svigrúm til meiri hækkana. - gar
Rússar lækka laxveiðileyfin
