Árás á lífeyrissjóðina 14. desember 2011 06:00 Lífeyrissjóðirnir eru eignir almennings. Nýlegar árásartillögur ríkisstjórnarinnar að undirlagi fjármálaráðherra eru algjörlega óþolandi og eignaupptaka sem brýtur gegn stjórnarskránni (72. gr). Það er eins og menn haldi að lífeyrissjóðirnir séu bara fullir af peningum sem enginn á og sem enginn notar. Útgreiðslur úr lífeyrissjóðum eru nú þegar yfirskattlagðarDæmi: Einstaklingur sem býr einn og hefur engar tekjur fær greitt frá Tryggingastofnun 196.000 á mánuði og verða ráðstöfunartekjur hans um 167.000 á mánuði. Ef sami einstaklingur fær greiddar 200.000 úr lífeyrissjóði fær hann 50.000 frá Tryggingastofnun og verða ráðstöfunartekjur hans um 199.000. Hækkun ráðstöfunartekna hans er því aðeins um 32.000, ríkið tekur 168.000 af lífeyrisgreiðslunni eða 84%. Þessum einstaklingi er refsað fyrir ráðdeild og sparnað og ekki gleyma því að hann er búinn að greiða skatta og skyldur til ríkisins alla sína ævi. Fyrirhuguð skattlagning á lífeyrissjóðina á ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, þar með talda lífeyrissjóði fjármálaráðherra. Er heimilt að leggja skatta á hluta þjóðarinnar en undanskilja aðra? Í stjórnarskránni stendur að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ (65 gr). Mér sýnist að fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ráðgeri að setja lög sem brjóta gegn stjórnarskránni á fleiri en einn veg og er þess fullviss að slík lagasetning verður viðfangsefni dómstóla. Þessi ríkisstjórn hefur átt samúð mína í þeim verkefnum sem legið hafa fyrir þó minn flokkur sé ekki þátttakandi í henni, en í þessu máli (og reyndar fleirum) er hún á algjörum villigötum og ætti að falla frá þessum hugmyndum hið bráðasta. Að öðrum kosti mun hún tapa allri samúð og öllum stuðningi frá almenningi. Þessi lagasetning væri árás á allan almenning og ég er þess fullviss að verkalýðshreyfingin mun segja upp kjarasamningum og afleiðingar þess væru ófyrirsjáanlegar. Þrátt fyrir samúð mína með ríkisstjórninni held ég að nú sé kominn tími fyrir hana að láta af störfum og fyrir ráðherrana að fara á sín ríkistryggðu eftirlaun sem þeir ætla ekki að skattleggja eins og lífeyrissjóði ómerkilegs almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru eignir almennings. Nýlegar árásartillögur ríkisstjórnarinnar að undirlagi fjármálaráðherra eru algjörlega óþolandi og eignaupptaka sem brýtur gegn stjórnarskránni (72. gr). Það er eins og menn haldi að lífeyrissjóðirnir séu bara fullir af peningum sem enginn á og sem enginn notar. Útgreiðslur úr lífeyrissjóðum eru nú þegar yfirskattlagðarDæmi: Einstaklingur sem býr einn og hefur engar tekjur fær greitt frá Tryggingastofnun 196.000 á mánuði og verða ráðstöfunartekjur hans um 167.000 á mánuði. Ef sami einstaklingur fær greiddar 200.000 úr lífeyrissjóði fær hann 50.000 frá Tryggingastofnun og verða ráðstöfunartekjur hans um 199.000. Hækkun ráðstöfunartekna hans er því aðeins um 32.000, ríkið tekur 168.000 af lífeyrisgreiðslunni eða 84%. Þessum einstaklingi er refsað fyrir ráðdeild og sparnað og ekki gleyma því að hann er búinn að greiða skatta og skyldur til ríkisins alla sína ævi. Fyrirhuguð skattlagning á lífeyrissjóðina á ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, þar með talda lífeyrissjóði fjármálaráðherra. Er heimilt að leggja skatta á hluta þjóðarinnar en undanskilja aðra? Í stjórnarskránni stendur að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ (65 gr). Mér sýnist að fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ráðgeri að setja lög sem brjóta gegn stjórnarskránni á fleiri en einn veg og er þess fullviss að slík lagasetning verður viðfangsefni dómstóla. Þessi ríkisstjórn hefur átt samúð mína í þeim verkefnum sem legið hafa fyrir þó minn flokkur sé ekki þátttakandi í henni, en í þessu máli (og reyndar fleirum) er hún á algjörum villigötum og ætti að falla frá þessum hugmyndum hið bráðasta. Að öðrum kosti mun hún tapa allri samúð og öllum stuðningi frá almenningi. Þessi lagasetning væri árás á allan almenning og ég er þess fullviss að verkalýðshreyfingin mun segja upp kjarasamningum og afleiðingar þess væru ófyrirsjáanlegar. Þrátt fyrir samúð mína með ríkisstjórninni held ég að nú sé kominn tími fyrir hana að láta af störfum og fyrir ráðherrana að fara á sín ríkistryggðu eftirlaun sem þeir ætla ekki að skattleggja eins og lífeyrissjóði ómerkilegs almennings.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar