Velferðarborgin Reykjavík 14. desember 2011 06:00 Við í Reykjavík getum verið stolt af þeirri velferðarþjónustu sem við veitum. Við gerum í mörgu umtalsvert meira en önnur sveitarfélög. Til marks um það veitir Reykjavíkurborg um 18% af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9%. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu s.s. vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegrar fötlunar o.fl. Það kostar, en sumt er þess virði og fyrir vikið er borgarsamfélagið einnig fjölbreyttara. Á árinu 2012 erum við að gera enn betur. Við bættum við 204 m.kr. til að mæta brýnum þörfum í velferðarmálum, þ.e. aukningu á þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim sem verst eru staddir, til að virkja ungt fólk til virkni eða vinnu og í ýmiskonar stuðningsvinnu með börnum. Við stöndum einnig vörð um almenn framlög til velferðarmála. Miklir fjármunir eða tæpir 3 milljarðar eru áætlaðir til að veita fjárhagsaðstoð til þeirra sem hafa engar tekjur eða tekjur undir viðmiðunarmörkum borgarinnar. Þeim sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur fjölgað um 100% frá því fyrir hrun, mest meðal ungs fólks 18-24 ára. Þetta er alvarlegasti vandi okkar í dag því þeir sem lifa á fjárhagsaðstoð og eru óvirkir í samfélaginu, t.d. ungt fólk utan skóla og utan vinnu, líður almennt illa og hætt er við langvarandi heilsubresti. Við höfum þegar gert margt til að bjóða upp á mikilvæg virkniúrræði, en verðum að gera enn betur og vera enn ákveðnari. Megináhersla velferðarráðs á næsta ári verður á virkni. Við viljum virkja vinnufært og vinnufúst fólk til starfa. Við ætlum að byrja strax á Atvinnutorgi fyrir ungt fólk yngra en 25 ára, en sinna þeim eldri með margvíslegum virkniúrræðum. Unga vinnufæra fólkið sem kemur nýtt inn í fjárhagsaðstoðarþjónustu á að fá starfsþjálfun og vinnu hjá Reykjavíkurborg í stað fjárhagsaðstoðar sem því miður leiðir oft til óvirkni og þeir sem hafa verið lengi á fjárhagsaðstoð fá þjálfun til vinnu og eða náms. Fjárhagsaðstoðin mun hækka um áramót um 5,7%, eða sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu milli ára. Viðmiðunarfjárhæðin fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 149.000 kr. í 157.493 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 223.500 kr. í 236.240 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 125.540 kr. í 132.696 kr. og grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 74.500 í 78.747 kr. Þó mörgum kunni að finnast þessar upphæðir lágar, er Reykjavíkurborg samt sem áður í fararbroddi annarra sveitarfélaga þegar kemur að fjárhagsaðstoð. Við viljum koma fólki úr vítahring aðgerðaleysis – að allir séu með í samfélaginu. Í reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð er heimild til að skerða fjárhagsaðstoð um helming ef þeir sem eru vinnufærir samkvæmt faglegu mati þiggja ekki vinnutilboð og starfsþjálfun. En þá að þjónustunni. Samkvæmt áherslum velferðarráðs á velferðarþjónustan í Reykjavík að vera kærleiksrík og hvetjandi, og hún á að þjóna fólkinu en ekki kerfinu. l Við leggjum mikla áherslu á börnin, að veita þeim og foreldrunum stuðning þegar á þarf að halda. Borgin veitir á næsta ári aukið fjármagn í stuðning, sérfræðiþjónustu og fræðslu s.s. í foreldrafærninámskeið og í barnavernd. Forvarnir og fyrirbyggjandi barnavernd eru leiðarljósin því við viljum koma í veg fyrir vanda. l Við þurfum sérstaklega að huga að 16-18 ára unglingum sem eru hvorki í skóla né vinnu. Þau glíma við alvarlegan vanda sem þau, fjölskyldur þeirra og samfélagið geta ekki lifað við, né hafa efni á til framtíðar. Því viljum við grípa inn í núna. l Við viljum þróa þjónustuna með þeim sem þekkja hana best. Ætlunin er t.d. að kortleggja vilja og þarfir utangarðsfólks með þeim sjálfum. Þá ætlum við að innleiða ný vinnubrögð þannig að hægt verði að vinna með notendum þjónustunnar að því að þróa hana og á næsta ári verður sérstaklega unnið með fötluðum hvað þetta varðar. l Að lokum er það skýr vilji okkar sem berum ábyrgð á stefnu og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 að þeir sem eru utangarðs í samfélaginu eigi ekki að vera utangarðs í velferðarkerfinu. Við búum í góðri borg og ég vona að borgarstjórn hafi við samþykkt fjárhagsáætlunar gert sitt til að tryggja velferð borgarbúa á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Við í Reykjavík getum verið stolt af þeirri velferðarþjónustu sem við veitum. Við gerum í mörgu umtalsvert meira en önnur sveitarfélög. Til marks um það veitir Reykjavíkurborg um 18% af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9%. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu s.s. vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegrar fötlunar o.fl. Það kostar, en sumt er þess virði og fyrir vikið er borgarsamfélagið einnig fjölbreyttara. Á árinu 2012 erum við að gera enn betur. Við bættum við 204 m.kr. til að mæta brýnum þörfum í velferðarmálum, þ.e. aukningu á þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim sem verst eru staddir, til að virkja ungt fólk til virkni eða vinnu og í ýmiskonar stuðningsvinnu með börnum. Við stöndum einnig vörð um almenn framlög til velferðarmála. Miklir fjármunir eða tæpir 3 milljarðar eru áætlaðir til að veita fjárhagsaðstoð til þeirra sem hafa engar tekjur eða tekjur undir viðmiðunarmörkum borgarinnar. Þeim sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur fjölgað um 100% frá því fyrir hrun, mest meðal ungs fólks 18-24 ára. Þetta er alvarlegasti vandi okkar í dag því þeir sem lifa á fjárhagsaðstoð og eru óvirkir í samfélaginu, t.d. ungt fólk utan skóla og utan vinnu, líður almennt illa og hætt er við langvarandi heilsubresti. Við höfum þegar gert margt til að bjóða upp á mikilvæg virkniúrræði, en verðum að gera enn betur og vera enn ákveðnari. Megináhersla velferðarráðs á næsta ári verður á virkni. Við viljum virkja vinnufært og vinnufúst fólk til starfa. Við ætlum að byrja strax á Atvinnutorgi fyrir ungt fólk yngra en 25 ára, en sinna þeim eldri með margvíslegum virkniúrræðum. Unga vinnufæra fólkið sem kemur nýtt inn í fjárhagsaðstoðarþjónustu á að fá starfsþjálfun og vinnu hjá Reykjavíkurborg í stað fjárhagsaðstoðar sem því miður leiðir oft til óvirkni og þeir sem hafa verið lengi á fjárhagsaðstoð fá þjálfun til vinnu og eða náms. Fjárhagsaðstoðin mun hækka um áramót um 5,7%, eða sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu milli ára. Viðmiðunarfjárhæðin fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 149.000 kr. í 157.493 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 223.500 kr. í 236.240 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 125.540 kr. í 132.696 kr. og grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 74.500 í 78.747 kr. Þó mörgum kunni að finnast þessar upphæðir lágar, er Reykjavíkurborg samt sem áður í fararbroddi annarra sveitarfélaga þegar kemur að fjárhagsaðstoð. Við viljum koma fólki úr vítahring aðgerðaleysis – að allir séu með í samfélaginu. Í reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð er heimild til að skerða fjárhagsaðstoð um helming ef þeir sem eru vinnufærir samkvæmt faglegu mati þiggja ekki vinnutilboð og starfsþjálfun. En þá að þjónustunni. Samkvæmt áherslum velferðarráðs á velferðarþjónustan í Reykjavík að vera kærleiksrík og hvetjandi, og hún á að þjóna fólkinu en ekki kerfinu. l Við leggjum mikla áherslu á börnin, að veita þeim og foreldrunum stuðning þegar á þarf að halda. Borgin veitir á næsta ári aukið fjármagn í stuðning, sérfræðiþjónustu og fræðslu s.s. í foreldrafærninámskeið og í barnavernd. Forvarnir og fyrirbyggjandi barnavernd eru leiðarljósin því við viljum koma í veg fyrir vanda. l Við þurfum sérstaklega að huga að 16-18 ára unglingum sem eru hvorki í skóla né vinnu. Þau glíma við alvarlegan vanda sem þau, fjölskyldur þeirra og samfélagið geta ekki lifað við, né hafa efni á til framtíðar. Því viljum við grípa inn í núna. l Við viljum þróa þjónustuna með þeim sem þekkja hana best. Ætlunin er t.d. að kortleggja vilja og þarfir utangarðsfólks með þeim sjálfum. Þá ætlum við að innleiða ný vinnubrögð þannig að hægt verði að vinna með notendum þjónustunnar að því að þróa hana og á næsta ári verður sérstaklega unnið með fötluðum hvað þetta varðar. l Að lokum er það skýr vilji okkar sem berum ábyrgð á stefnu og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 að þeir sem eru utangarðs í samfélaginu eigi ekki að vera utangarðs í velferðarkerfinu. Við búum í góðri borg og ég vona að borgarstjórn hafi við samþykkt fjárhagsáætlunar gert sitt til að tryggja velferð borgarbúa á næsta ári.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun