Skúli 300! Ófeigur Sigurðsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun