Lífeyrissjóðir fengu ekki að fjárfesta 15. desember 2011 05:30 keldnaholt Meðal þess sem lífeyrissjóðirnir horfðu til varðandi fjárfestingu var land við Keldnaholt og Keldnaland. Þeir voru reiðubúnir til að kaupa landið og lána Reykjavíkurborg. fréttablaðið/vilhelm Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira