Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni 16. desember 2011 08:00 Barrskógurinn og flugvöllurinn Allt að sextán metra há grenitré eru í elsta hluta skógarins í Öskjuhlíð sem einmitt er í aðflugs- og fráflugsstefnu við austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar.Fréttablaðið/Vilhelm Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Í bréfinu til borgarinnar sagði Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri að athuganir við austur-vesturflugbraut sýndu að tré í Öskjuhlíð væru vaxin „verulega upp fyrir hindranaflöt flugbrautarinnar og þar með orðin hætta fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki“. Lækka þyrfti tré í skóginum. Brýnt öryggismál væri að hraða því eins og kostur væri. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafnaði í gær ósk Isavia um að lækka trén. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir enn of snemmt fyrir félagið að tjá sig um niðurstöðu ráðsins og vísaði á eftirlitsaðilann, Flugmálastjórn. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð. Isavia hafi þó fyrr á þessu ári, með samþykki Flugmálastjórnar, breytt verklagsreglum þannig að aðflug yfir Öskjuhlíðina að umræddri braut sé brattara en áður. Það ógni ekki flugöryggi. „Fyrir reynda flugmenn held ég að það sé alveg gott og gilt. Aðflugið inn á völlinn er aðeins erfiðara en ekki hættulegt,“ segir Valdís. Skógræktarfélag Reykjavíkur segir í umsögn til umhverfisráðs útilokað að saga ofan af trjám eins og Isavia leggi til án þess að trén drepist eða stórskaðist. Skógræktarmenn hafi á þriðjudag hitt fulltrúa Isavia sem hafi kveðið flugmálayfirvöld hafa lagaheimildir til að „fjarlægja fyrirstöður“ til að bæta flugöryggi. „Isavia vildi heldur vinna málið í sátt við hlutaðeigandi aðila en að beita þeirri heimild til hins ýtrasta,“ segir í umsögn Skógræktarfélagsins. Einnig hafi komið fram að austur-vesturbrautin sé á undanþágu. Valdís kveðst ekki þekkja til þess að flugmálayfirvöld hafi þær lagaheimildir sem skógræktarmenn vísi til. Flugbrautin sé ekki á undanþágu. „Flugmálastjórn Íslands er ekki að gefa undanþágu frá reglum eða stuðla að því að flugöryggi sé ógnað,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem fékk málinu frestað í umhverfisnefnd í síðustu viku til að fá álit Skógræktarfélagsins, segir ljóst að Isavia hafi stórlega vanáætlað fjölda trjáa sem þyrfti að fórna. Rætt hafi verið um 170 tré að hámarki. Það væru aðeins fyrstu trén sem féllu. „Flugbrautin á að vera þarna til 2024. Grenitrén sem enn stæðu eftir halda áfram að vaxa og á endanum yrði greniskógurinn á þessu svæði allur felldur,“ segir Gísli Marteinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Í bréfinu til borgarinnar sagði Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri að athuganir við austur-vesturflugbraut sýndu að tré í Öskjuhlíð væru vaxin „verulega upp fyrir hindranaflöt flugbrautarinnar og þar með orðin hætta fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki“. Lækka þyrfti tré í skóginum. Brýnt öryggismál væri að hraða því eins og kostur væri. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafnaði í gær ósk Isavia um að lækka trén. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir enn of snemmt fyrir félagið að tjá sig um niðurstöðu ráðsins og vísaði á eftirlitsaðilann, Flugmálastjórn. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð. Isavia hafi þó fyrr á þessu ári, með samþykki Flugmálastjórnar, breytt verklagsreglum þannig að aðflug yfir Öskjuhlíðina að umræddri braut sé brattara en áður. Það ógni ekki flugöryggi. „Fyrir reynda flugmenn held ég að það sé alveg gott og gilt. Aðflugið inn á völlinn er aðeins erfiðara en ekki hættulegt,“ segir Valdís. Skógræktarfélag Reykjavíkur segir í umsögn til umhverfisráðs útilokað að saga ofan af trjám eins og Isavia leggi til án þess að trén drepist eða stórskaðist. Skógræktarmenn hafi á þriðjudag hitt fulltrúa Isavia sem hafi kveðið flugmálayfirvöld hafa lagaheimildir til að „fjarlægja fyrirstöður“ til að bæta flugöryggi. „Isavia vildi heldur vinna málið í sátt við hlutaðeigandi aðila en að beita þeirri heimild til hins ýtrasta,“ segir í umsögn Skógræktarfélagsins. Einnig hafi komið fram að austur-vesturbrautin sé á undanþágu. Valdís kveðst ekki þekkja til þess að flugmálayfirvöld hafi þær lagaheimildir sem skógræktarmenn vísi til. Flugbrautin sé ekki á undanþágu. „Flugmálastjórn Íslands er ekki að gefa undanþágu frá reglum eða stuðla að því að flugöryggi sé ógnað,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem fékk málinu frestað í umhverfisnefnd í síðustu viku til að fá álit Skógræktarfélagsins, segir ljóst að Isavia hafi stórlega vanáætlað fjölda trjáa sem þyrfti að fórna. Rætt hafi verið um 170 tré að hámarki. Það væru aðeins fyrstu trén sem féllu. „Flugbrautin á að vera þarna til 2024. Grenitrén sem enn stæðu eftir halda áfram að vaxa og á endanum yrði greniskógurinn á þessu svæði allur felldur,“ segir Gísli Marteinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira