Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar