Gerum kjarasamning! Árni Stefán Jónsson skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Undanfarnar vikur hafa farið fram þreifingar meðal aðila vinnumarkaðarins um að ganga saman til lausnar við gerð næstu kjarasamninga. Þessi tilraun hefur mistekist og bera þar SA og LÍÚ mestu ábyrgð. Þeir hafa sett það sem skilyrði að stjórnvöld kokgleypi þeirra hugmynd um skipan mála í sjávarútvegi til að þeir gangi til samninga við verkalýðsfélögin. Þeir eru sem sagt að taka kjarasamninga vinnandi fólks í gíslingu og reyna með því að snúa almenningi til fylgispektar við sinn málstað í sjávarútvegsmálum. Þeir eru fyrir hönd kvótakónganna, að láta kné fylgja kviði og tryggja sægreifunum framtíðareign á þjóðarauðlindinni. Í því sambandi er fróðlegt að rifja upp hvað stendur skrifað í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðar, sem kom út í september 2010. Þar segir; „Starfshópurinn, að undanskildum fulltrúum LÍÚ, telur nauðsynlegt að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar, komi í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins." Þar höfum við það. LÍÚ ætlar ekki að kvitta upp á það að auðlindir Íslendinga séu sameign þjóðarinnar. Það er auðséð hverjir hagsmunir þeir eru og þeir ætla sér að verja þá hvað sem það kostar. Og nú ætla þeir að nota þann þrýsting sem er við gerð kjarasamninga til að ná fram markmiðum sínum. Þetta er forkastanlegt og algjörlega óásættanlegt fyrir launafólk í landinu. Svarið við þessu er m.a. að samtök opinberra starfsmanna fari á fullt og geri kjarasamning við sína viðsemjendur. Með því styðja þau best við verkalýðsfélögin á hinum almenna markaði í þeirra viðleitni við að ná fram samningi við SA. Stóra spurningin er hvort ríkisstjórn Íslands hafi kjark og þor til að ganga til samninga við ríkisstarfsmenn áður en almenni markaðurinn hafi klárað sína samninga. Eða ætlar hún að samþykkja gíslatökuna fyrir hönd almennings og heykjast á því að sýna sjálfstæði og sýna hver það er sem stjórnar landinu. Á þetta verður látið reyna á næstu dögum af hálfu SFR-stéttarfélags. Á síðasta fundi SFR við samninganefnd ríkisins lagði félagið fram hugmyndir um rammann utan um næstu kjarasamninga. Einn af þeim áhersluþáttum sem félagið lagði fram er að samningar verði gerðir til 18-24 mánaða. Með þeim hætti væri hægt að vinna að stöðugleika til hæfilegs tíma en binda sig ekki of lengi inn í framtíðina í því óvissuástandi sem nú ríkir í rekstrarumhverfi ríkisins. Á samningafundinum voru einnig lagðar fram hugmyndir um launahækkanir sem tækju mið af ólíkum aðferðum. Þannig yrði lögð áhersla á krónutöluhækkanir á árinu 2011. Á árinu 2012 yrði síðan um prósentuhækkanir að ræða ásamt mögulegum krónutöluhækkunum. Á því ári myndi ný launatafla einnig líta dagsins ljós og stofnanasamningar yrðu endurnýjaðir. Með þessari leið tækist að ná utan um marga áhersluþætti um lagfæringar á kaupmætti að mati samninganefndar SFR. Með krónutöluhækkun næðist að vinna að því markmiði að leggja áherslu á leiðréttingu lægstu launa, en prósentuhækkun myndi vinna að kaupmáttarleiðréttingu fyrir alla félagsmenn. Launatafla félagsins þarfnast endurnýjunar í ljósi þeirra samninga sem gerðir voru 2008 og 2009. Því er nauðsynlegt að vinna að breytingu á henni. Stofnanasamningar kalla einnig á endurnýjun og endurgerð. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi ríkisstarfsmanna á undarförnum árum sem þarfnast skilgreiningar í stofnanasamningum. Því er afar brýnt að taka þá samninga upp ekki síðar en á tímabilinu 2011 til 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa farið fram þreifingar meðal aðila vinnumarkaðarins um að ganga saman til lausnar við gerð næstu kjarasamninga. Þessi tilraun hefur mistekist og bera þar SA og LÍÚ mestu ábyrgð. Þeir hafa sett það sem skilyrði að stjórnvöld kokgleypi þeirra hugmynd um skipan mála í sjávarútvegi til að þeir gangi til samninga við verkalýðsfélögin. Þeir eru sem sagt að taka kjarasamninga vinnandi fólks í gíslingu og reyna með því að snúa almenningi til fylgispektar við sinn málstað í sjávarútvegsmálum. Þeir eru fyrir hönd kvótakónganna, að láta kné fylgja kviði og tryggja sægreifunum framtíðareign á þjóðarauðlindinni. Í því sambandi er fróðlegt að rifja upp hvað stendur skrifað í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðar, sem kom út í september 2010. Þar segir; „Starfshópurinn, að undanskildum fulltrúum LÍÚ, telur nauðsynlegt að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar, komi í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins." Þar höfum við það. LÍÚ ætlar ekki að kvitta upp á það að auðlindir Íslendinga séu sameign þjóðarinnar. Það er auðséð hverjir hagsmunir þeir eru og þeir ætla sér að verja þá hvað sem það kostar. Og nú ætla þeir að nota þann þrýsting sem er við gerð kjarasamninga til að ná fram markmiðum sínum. Þetta er forkastanlegt og algjörlega óásættanlegt fyrir launafólk í landinu. Svarið við þessu er m.a. að samtök opinberra starfsmanna fari á fullt og geri kjarasamning við sína viðsemjendur. Með því styðja þau best við verkalýðsfélögin á hinum almenna markaði í þeirra viðleitni við að ná fram samningi við SA. Stóra spurningin er hvort ríkisstjórn Íslands hafi kjark og þor til að ganga til samninga við ríkisstarfsmenn áður en almenni markaðurinn hafi klárað sína samninga. Eða ætlar hún að samþykkja gíslatökuna fyrir hönd almennings og heykjast á því að sýna sjálfstæði og sýna hver það er sem stjórnar landinu. Á þetta verður látið reyna á næstu dögum af hálfu SFR-stéttarfélags. Á síðasta fundi SFR við samninganefnd ríkisins lagði félagið fram hugmyndir um rammann utan um næstu kjarasamninga. Einn af þeim áhersluþáttum sem félagið lagði fram er að samningar verði gerðir til 18-24 mánaða. Með þeim hætti væri hægt að vinna að stöðugleika til hæfilegs tíma en binda sig ekki of lengi inn í framtíðina í því óvissuástandi sem nú ríkir í rekstrarumhverfi ríkisins. Á samningafundinum voru einnig lagðar fram hugmyndir um launahækkanir sem tækju mið af ólíkum aðferðum. Þannig yrði lögð áhersla á krónutöluhækkanir á árinu 2011. Á árinu 2012 yrði síðan um prósentuhækkanir að ræða ásamt mögulegum krónutöluhækkunum. Á því ári myndi ný launatafla einnig líta dagsins ljós og stofnanasamningar yrðu endurnýjaðir. Með þessari leið tækist að ná utan um marga áhersluþætti um lagfæringar á kaupmætti að mati samninganefndar SFR. Með krónutöluhækkun næðist að vinna að því markmiði að leggja áherslu á leiðréttingu lægstu launa, en prósentuhækkun myndi vinna að kaupmáttarleiðréttingu fyrir alla félagsmenn. Launatafla félagsins þarfnast endurnýjunar í ljósi þeirra samninga sem gerðir voru 2008 og 2009. Því er nauðsynlegt að vinna að breytingu á henni. Stofnanasamningar kalla einnig á endurnýjun og endurgerð. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi ríkisstarfsmanna á undarförnum árum sem þarfnast skilgreiningar í stofnanasamningum. Því er afar brýnt að taka þá samninga upp ekki síðar en á tímabilinu 2011 til 2012.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar