Körfubolti

Ágúst: Höfðum yfirhöndina allan leikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

„Þetta var ekki mjög fallegur körfuboltaleikur,“ sagði Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir sigurinn í kvöld. Hamar hélt áfram uppteknum hætti í Iceland-Express deild kvenna þegar þær unnu KR ,54-65, í 15.umferð. Hamarsstúlkur eru enn taplausar í deildinni og eru með 30 stig í efsta sætinu. 

„Leikurinn  var frekar bragðdaufur og náði aldrei að vera eins stór og bikarleikurinn á laugardaginn“.

„KR-ingar hittu mjög illa og við náðum að nýta okkur það. Við vorum með yfirhöndina nánast allan leikinn og sigurinn var í raun aldrei í hættu,“ sagði Ágúst.

„Lykillinn að sigrinum var að við náðum að finna ákveðnar lausnir á varnarleik KR en þær pressuðu gríðarlega mikið á okkur. Stelpurnar fóru einnig að taka fráköst í síðari hálfleik sem reyndist okkur mikilvægt,“ sagði Ágúst nokkuð ánægður eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×