Sátt um sanngjarna leið Einar K. Guðfinnsson skrifar 15. janúar 2011 06:00 Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 13. janúar til þess að svara grein sem ég ritaði í Morgunblaðið 8. janúar sl. Erindi höfundar er greinilega það fyrst og fremst að tala niður þá sögulegu niðurstöðu sem varð í nefnd starfshóps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum. Ekki hefur hann þó þar erindi sem erfiði. Staðreyndirnar tala nefnilega sínu máli. Um niðurstöðuna skapaðist mikil og breið sátt í hópi fulltrúa hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka sem hafa haft mismunandi sýn á fiskveiðistjórnarmálin. Breytir þá engu hversu margar breiðsíður menn skrifa í blöðin um þessi mál. Staðreyndir málsins standa jafn óhaggaðar. Starfshópurinn vann undir forystu Guðbjarts Hannessonar núverandi velferðarráðherra. Varaformaður hópsins var Björn Valur Gíslason alþingismaður. Þeir ásamt öðrum fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna stóðu að afdráttarlausri niðurstöðu starfshópsins. Undir álitið skrifaði ég sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, auk fulltrúa Framsóknarflokksins og breiðs hóps hagsmunaaðila í sjávarútveg.Söguleg tíðindi Þetta eru söguleg tíðindi. Undrun sætir að menn reyni að gera lítið úr þessari niðurstöðu, eða að hún skipti litlu máli við undirbúning lagafrumvarpa um þessi mál, eins og Jóhann Ársælsson er greinilega að gera. Nefndin var skipuð á grundvelli stefnuyfirlýsingar núverandi ríkisstjórnar. Hlutverk okkar var „ að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun í heild“, eins og segir í skipunarbréfi, sem Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra undirritaði. Það er því ljót tilraun til útúrsnúnings á yfirlýstum vilja ráðherrans að tala niður þýðingu þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu sem fékkst á vettvangi fólks með svo ólík sjónarmið í jafn vandasömu og langvarandi deilumáli. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að niðurstöðunni yrði fagnað og svo hefur orðið víða. En þeim mun meiri undrun sætir að gagnrýnin hefur einkanlega komið frá einstökum aðilum nátengdum öðrum stjórnarflokknum, Samfylkingunni. Í grein sinni freistar Jóhann Ársælsson að draga upp þá mynd að niðurstaða okkar feli í sér litlar breytingar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar. En er það svo? Aldeilis ekki. Þessi niðurstaða er ekki einasta söguleg vegna þeirrar víðtæku sem um hana myndaðist í endurskoðunarnefndinni, heldur ekki síður vegna þess að hún felur í sér nýja nálgun og á ýmsan hátt grundvallarbreytingar.Verulegar breytingar Í fyrsta lagi gerðum við tillögu um að setja í stjórnarskrá ótvírætt ákvæði um eignarhald ríkisins/þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Í annan stað er lagt til að horfið verði frá því að úthluta veiðirétti til ótiltekins tíma. Þess í stað er gert ráð fyrir að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda til tiltekins tíma. Með öðrum orðum að kveðið sé skýrt á um að um sé að ræða nýtingarrétt á auðlind sem sé í eigu þjóðarinnar/ ríkisins. Í þriðja lagi að fyrir þennan nýtingarrétt beri að greiða eigandanum afgjald, þannig að tryggt sé að afraksturinn skili sér með beinum hætti til ríkisins. Í fjórða lagi að tilteknum hluta aflaheimilda sé ráðstafað á félagslegum, byggðalegum og atvinnulegum grunni. Í fimmta lagi að gætt sé jafnræðis við úthlutun nýrra aflaheimilda, eða heimilda sem komi til endurúthlutunar.Fyrirmyndin sótt í orkustefnuna Af þessu má glögglega sjá að tillögur okkar fela í sér róttækar breytingar.Í raun má segja að þetta sé rökrétt niðurstaða. Fyrirmyndin sem við studdumst við, hefur komið fram í þeirri stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur unnið að varðandi aðrar auðlindir, þ.e orkuauðlindirnar. Í þeim málum hafa engir talað jafn ákveðið og forystumenn Samfylkingarinnar, stjórnmálaflokks Jóhanns Ársælssonar. Það sætir því talsverðri furðu að hann skuli ekki koma auga á samhengið, þegar hann ræðir um fyrirkomulag nýtingar á fiskveiðiauðlindinni. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir talar eins og hún gerði í áramótaávarpi sínu, verða þau orð ekki skilin á annan veg en þann að hún telji eðlilegt að þessum málum sé skipað eins, í tilviki nýtingar orku- og fiskveiðiauðlinda. Það varð líka niðurstaða okkar í starfshópnum.Málamiðlun Tillögur okkar voru að sönnu málamiðlun. Þær voru niðurstaða af mikilli faglegri vinnu, sem nefndarmenn lögðu svo mat sitt á. Auðvelt hefði verið fyrir þá sem hlut áttu að halda sig fast við sínar ítrustu skoðanir. Það var ekki gert. Menn lögðu sig fram um að nálgast gagnstæð sjónarmið af virðingu til þess að komast að bærilegri sátt. Það var þess vegna sem við sögðum fyrirvaralaust í áliti okkar. „Meirihluti starfshópsins telur að þlr tillögur sem hópurinn gerir nú til breytignar og endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða sé grunnur að lausn þeirra stóru ágreiningsefna sem verið hafa uppi hér á landi um langt skeið.“ Þetta er kjarni málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 13. janúar til þess að svara grein sem ég ritaði í Morgunblaðið 8. janúar sl. Erindi höfundar er greinilega það fyrst og fremst að tala niður þá sögulegu niðurstöðu sem varð í nefnd starfshóps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum. Ekki hefur hann þó þar erindi sem erfiði. Staðreyndirnar tala nefnilega sínu máli. Um niðurstöðuna skapaðist mikil og breið sátt í hópi fulltrúa hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka sem hafa haft mismunandi sýn á fiskveiðistjórnarmálin. Breytir þá engu hversu margar breiðsíður menn skrifa í blöðin um þessi mál. Staðreyndir málsins standa jafn óhaggaðar. Starfshópurinn vann undir forystu Guðbjarts Hannessonar núverandi velferðarráðherra. Varaformaður hópsins var Björn Valur Gíslason alþingismaður. Þeir ásamt öðrum fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna stóðu að afdráttarlausri niðurstöðu starfshópsins. Undir álitið skrifaði ég sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, auk fulltrúa Framsóknarflokksins og breiðs hóps hagsmunaaðila í sjávarútveg.Söguleg tíðindi Þetta eru söguleg tíðindi. Undrun sætir að menn reyni að gera lítið úr þessari niðurstöðu, eða að hún skipti litlu máli við undirbúning lagafrumvarpa um þessi mál, eins og Jóhann Ársælsson er greinilega að gera. Nefndin var skipuð á grundvelli stefnuyfirlýsingar núverandi ríkisstjórnar. Hlutverk okkar var „ að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun í heild“, eins og segir í skipunarbréfi, sem Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra undirritaði. Það er því ljót tilraun til útúrsnúnings á yfirlýstum vilja ráðherrans að tala niður þýðingu þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu sem fékkst á vettvangi fólks með svo ólík sjónarmið í jafn vandasömu og langvarandi deilumáli. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að niðurstöðunni yrði fagnað og svo hefur orðið víða. En þeim mun meiri undrun sætir að gagnrýnin hefur einkanlega komið frá einstökum aðilum nátengdum öðrum stjórnarflokknum, Samfylkingunni. Í grein sinni freistar Jóhann Ársælsson að draga upp þá mynd að niðurstaða okkar feli í sér litlar breytingar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar. En er það svo? Aldeilis ekki. Þessi niðurstaða er ekki einasta söguleg vegna þeirrar víðtæku sem um hana myndaðist í endurskoðunarnefndinni, heldur ekki síður vegna þess að hún felur í sér nýja nálgun og á ýmsan hátt grundvallarbreytingar.Verulegar breytingar Í fyrsta lagi gerðum við tillögu um að setja í stjórnarskrá ótvírætt ákvæði um eignarhald ríkisins/þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Í annan stað er lagt til að horfið verði frá því að úthluta veiðirétti til ótiltekins tíma. Þess í stað er gert ráð fyrir að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda til tiltekins tíma. Með öðrum orðum að kveðið sé skýrt á um að um sé að ræða nýtingarrétt á auðlind sem sé í eigu þjóðarinnar/ ríkisins. Í þriðja lagi að fyrir þennan nýtingarrétt beri að greiða eigandanum afgjald, þannig að tryggt sé að afraksturinn skili sér með beinum hætti til ríkisins. Í fjórða lagi að tilteknum hluta aflaheimilda sé ráðstafað á félagslegum, byggðalegum og atvinnulegum grunni. Í fimmta lagi að gætt sé jafnræðis við úthlutun nýrra aflaheimilda, eða heimilda sem komi til endurúthlutunar.Fyrirmyndin sótt í orkustefnuna Af þessu má glögglega sjá að tillögur okkar fela í sér róttækar breytingar.Í raun má segja að þetta sé rökrétt niðurstaða. Fyrirmyndin sem við studdumst við, hefur komið fram í þeirri stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur unnið að varðandi aðrar auðlindir, þ.e orkuauðlindirnar. Í þeim málum hafa engir talað jafn ákveðið og forystumenn Samfylkingarinnar, stjórnmálaflokks Jóhanns Ársælssonar. Það sætir því talsverðri furðu að hann skuli ekki koma auga á samhengið, þegar hann ræðir um fyrirkomulag nýtingar á fiskveiðiauðlindinni. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir talar eins og hún gerði í áramótaávarpi sínu, verða þau orð ekki skilin á annan veg en þann að hún telji eðlilegt að þessum málum sé skipað eins, í tilviki nýtingar orku- og fiskveiðiauðlinda. Það varð líka niðurstaða okkar í starfshópnum.Málamiðlun Tillögur okkar voru að sönnu málamiðlun. Þær voru niðurstaða af mikilli faglegri vinnu, sem nefndarmenn lögðu svo mat sitt á. Auðvelt hefði verið fyrir þá sem hlut áttu að halda sig fast við sínar ítrustu skoðanir. Það var ekki gert. Menn lögðu sig fram um að nálgast gagnstæð sjónarmið af virðingu til þess að komast að bærilegri sátt. Það var þess vegna sem við sögðum fyrirvaralaust í áliti okkar. „Meirihluti starfshópsins telur að þlr tillögur sem hópurinn gerir nú til breytignar og endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða sé grunnur að lausn þeirra stóru ágreiningsefna sem verið hafa uppi hér á landi um langt skeið.“ Þetta er kjarni málsins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun