Umfjöllun: KR vann auðveldan sigur í Ljónagryfjunni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2011 20:50 Pavel Ermolinkskij var nálægt þrennunni í kvöld. Mynd/Stefán KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira