Lotus Renault vill ökumann sem getur sigrað í stað Kubica 9. febrúar 2011 15:42 Kubica og Vitaly Petrov afjhjúpuðu Lotus Renault bílinn í síðustu viku og Kubica náði besta tíma á honum á seinasta degi æfinga á Valencia. Getty Images/Mark Thompson Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn. "Robert hefur sloppið frá þessum atburði, meira og minna í lagi. Það eru bestu fréttirnir", sagði Lopez í viðtali við IVG.it, sem autosport.com vitnar í. Hann sagði að ef Kubica yrði frá keppni út tímabilið, þá væri eðlilegt að reynslumikill ökumaður kæmi til sögunnar. Nick Heidfeld og Tonio Liuzzi koma til greina að sögn Lopez, en Heidfeld ók síðustu mót liðsins árs með BMW Sauber liðinu og Liuzzi var hjá Force India. "Við verðum að bíða eftir æfingum á Jerez og Barcelona, sjá hvernig bíllinn virkar og hvernig ökumaðurinn sem keppir í fyrsta móti og lýkur tímabilinu hugsanlega stendur sig. Það eru ökumenn sem hafa átt góð mót, t.d. Nick Heidfeld. Við vitum allir að Heidfeld er frekar góður, en ekki á hvaða stalli hann er núna og vitum ekki hvernig hann ekur okkar bíl. Sama má segja um Viantonio Liuzzi. Ég veit ekki. Bruno Senna var í liði í fyrra sem gat ekkert" sagði Lopez. Senna var ráðinn varaökumaður Lotus Renault í ár og gæti mögulega ekið á æfingum á Jerez brautinni í vikunni. "Við þekkjum getu Roberts vel, en vitum ekki stöðuna án hans. Ef hann kemur ekki aftur á þessu tímabili, þá munum við velja ökumann sem getur unnið. En við vitum ekkert ennþá", sagði Lopez. Kubica fer í frekari aðgerð á spítalanum í þessari og næstu viku og læknar segja að vel gangi með lækningu hægri handar hans, sem skaddaðist mikið. Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn. "Robert hefur sloppið frá þessum atburði, meira og minna í lagi. Það eru bestu fréttirnir", sagði Lopez í viðtali við IVG.it, sem autosport.com vitnar í. Hann sagði að ef Kubica yrði frá keppni út tímabilið, þá væri eðlilegt að reynslumikill ökumaður kæmi til sögunnar. Nick Heidfeld og Tonio Liuzzi koma til greina að sögn Lopez, en Heidfeld ók síðustu mót liðsins árs með BMW Sauber liðinu og Liuzzi var hjá Force India. "Við verðum að bíða eftir æfingum á Jerez og Barcelona, sjá hvernig bíllinn virkar og hvernig ökumaðurinn sem keppir í fyrsta móti og lýkur tímabilinu hugsanlega stendur sig. Það eru ökumenn sem hafa átt góð mót, t.d. Nick Heidfeld. Við vitum allir að Heidfeld er frekar góður, en ekki á hvaða stalli hann er núna og vitum ekki hvernig hann ekur okkar bíl. Sama má segja um Viantonio Liuzzi. Ég veit ekki. Bruno Senna var í liði í fyrra sem gat ekkert" sagði Lopez. Senna var ráðinn varaökumaður Lotus Renault í ár og gæti mögulega ekið á æfingum á Jerez brautinni í vikunni. "Við þekkjum getu Roberts vel, en vitum ekki stöðuna án hans. Ef hann kemur ekki aftur á þessu tímabili, þá munum við velja ökumann sem getur unnið. En við vitum ekkert ennþá", sagði Lopez. Kubica fer í frekari aðgerð á spítalanum í þessari og næstu viku og læknar segja að vel gangi með lækningu hægri handar hans, sem skaddaðist mikið.
Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira